„Sviðslistir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Two_dancers.jpg|thumb|right|Dans er dæmi um sviðslist.]]
'''Sviðslistir''' eru [[list]]ir þar sem [[listamaður]]inn notar [[rödd]], eigin [[líkami|líkama]], [[búningur|búninga]] og hluti[[leikmunur|leikmuni]] til listsköpunar. Íslenska hugtakið (og sambærilegt hugtak á ýmsum öðrum tungumálum) vísar til þess að slíkar listgreinar fara oft fram í [[rauntímalist|rauntíma]] á [[leiksvið]]i fyrir framan [[áhorfandi|áhorfendur]], en ýmis önnur mál kenna þessar listgreinar við [[flutningur|flutninginn]] sem í þeim felst. Þótt sviðslistir fari þannig oft fram á sviði eru greinar þeirra sem aðallega fara fram á götum úti, í sirkustjöldum, galleríum eða á börum; og þótt sviðslistir séu oft rauntímalist koma sömu listgreinar við sögu í [[kvikmyndagerð]] og [[tónlistarútgáfa|tónlistarútgáfu]].
 
Helstu greinar sviðslista eru [[leiklist]], [[dans]] og [[tónlist]]; en til eru fjölmargar listgreinar sem falla til hliðar við þær, eins og [[spunalist]], [[uppistand]], [[sirkuslist]]ir, [[drag]], [[búrleska]], [[listdans á skautum]], [[lúðrasveit]]ir, [[klappstýra|klappstýrur]], [[gjörningalist]], [[töfrabrögð]], [[búktal]], [[sagnamennska]] og [[ljóðaupplestur]].