„Hvalfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Brynjudalur
Lína 3:
'''Hvalfjörður''' er mjór og djúpur [[fjörður]] inn af [[Faxaflói|Faxaflóa]] á [[Vesturland]]i, norðan við [[Kollafjörður (Reykjavík)|Kollafjörð]] og sunnan við [[Borgarfjörður|Borgarfjörð]]. Norðan megin við fjörðinn er [[Akranes]] og sunnan megin er [[Kjalarnes]]. Hann er um það bil 30 [[km]] að lengd.
 
Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er [[Grundartangi]] þar sem rekin er [[járnblendi]]verksmiðja og [[álver]]. Þar er nú ein stærsta höfn landsins. Gegnt Grundartanga er [[Maríuhöfn á Hálsnesi]] sem var ein aðalhöfn landsins á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]]. [[Botnsdalur (Hvalfirði)|Botnsdalur]], í botni Hvalfjarðar, er vinsælt útivistarsvæði og þar er hæsti [[foss]] landsins, [[Glymur]]. Sunnan við hann er [[Brynjudalur]] þar sem einnig er útivistarsvæði. Innarlega í firðinum eru víða leirur og þar er fjölbreytt fuglalíf og mikið um krækling.
 
Á árunum [[1996]]-[[1998]] voru gerð göng, [[Hvalfjarðargöngin]], undir utanverðan Hvalfjörð og styttu þau [[Hringvegurinn|hringveginn]] um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðveg 47.