„Jón Jónsson (lögmaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 8:
Hann þótti kappsamur lögmaður, stóð fast móti biskupum og klerkavaldi og naut til þess stuðnings ýmissa annarra embættismanna, svo sem [[Þórður Guðmundsson (lögmaður)|Þórðar Guðmundssonar]] lögmanns sunnan og austan. Töldu þeir að kirkjan væri að reyna að svæla undir sig vald og eignir. Biskupar héldu því aftur á móti fram að lögmennirnir væru of uppivöðslusamir og vildu sveigja allt undir sig og ekki lúta valdi [[Alþingi]]s. Hvorugur vildi láta hlut sinn og fór því oft svo að [[hirðstjóri|höfuðsmaður]] réði því sem hann vildi og skaraði eld að sinni köku eða konungsvaldsins. [[Guðbrandur]] biskup var helsti andstæðingur Jóns og inn í þetta blönduðust einnig hatrammar deilur um [[Morðbréfamálið]] svonefnda. Um deilur Jóns og biskups segir [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jón Sigurðsson]] í ''Lögsögumannatali og lögréttumanna'': „Ekki skulum vér rannsaka hér hver réttara muni hafa haft í hverju máli, því hafi nokkurtíma sannazt máltækið: „sjaldan veldr einn þá tveir deila,“ þá hefir það sannazt á þeim.“
 
Jón þótti fjáraflamaður og fékk [[Þingeyraklaustur]]sumboð og sýsluvöld í [[Húnaþing|Húnavatnssýslu]] og ýmsar fleiri sposlur nyrðra og seinna líka [[Stapaumboð]] og sýsluvöld í [[Snæfellsnessýsla|Snæfellsnessýslu]]. Hann hélt lögmannsembættinu til dauðadags en hlutverk lögmanna breyttist með konungsbréfi 6. desember 16931593, þar sem gefin var út tilskipan um [[Yfirréttur|yfirrétt]]; þar með var lögsagnarhutverki lögmannanna lokið.
 
Síðustu árin hafði Jón hægara um sig og sættist við Guðbrand biskup, að minnsta kosti að nafninu til. Vorið [[1606]] kom nýr höfuðsmaður til landsins, [[Herluf Daa]], og fór Jón suður að Bessastöðum að finna hann. Nýi höfuðsmaðurinn veitti vel og Jón var ölvaður þegar hann gekk til hvílu í tjaldi sínu. Er sagt að hann hafði þá þóst kominn í gott vinfengi við höfuðsmanninn, ætlað að takast aftur á við Guðbrand biskup og sagt kampakátur „nú skal Gutti setja ofan“. En um morguninn var hann látinn.