„Bútan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 43:
Landslag í Bútan er breytilegt, allt frá frjósömum heittempruðum sléttum í suðri að háfjallaloftslagi Himalajafjalla í norðri þar sem fjallstindar ná yfir 7.000 metra hæð. Hæsti tindur Bútan er [[Gangkhar Puensum]] og er jafnframt mögulega hæsta óklifna fjall heims. [[Dýralíf Bútan]] er þekkt fyrir mikla fjölbreytni. [[Nautgemsa]] er þjóðardýr Bútan.
 
Bútan er það Suður-Asíuland sem situr hæst á listum yfir lönd eftir [[viðskiptafrelsi]], [[vísitala um reglur og skilvirkni í viðskiptum|skilvirkni í viðskiptum]] og [[friðarvísitalan|friði]], og var [[spillingarvísitalan|minnst spillta]] land heimshlutans árið 2016. Það er áfram meðal [[vanþróuðustu löndin|vanþróuðustu landanna]] en býst við að komast af þeim lista fyrir 2023. Vatnsorka er helsta útflutningsafurð landsins. Bútan á í stjórnmálasambandi við 52 ríki og [[Evrópusambandið]], en hefur ekki formleg tengsl við fimm fastafulltrúa í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]]. Landið er aðili að [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Samstarfsráð Suður-Asíuríkja|Samstarfsráði Suður-Asíuríkja]], [[BIMSTEC]] og [[SamtökSamband óháðrahlutlausra ríkja|SamtökumSambandi óháðrahlutlausra ríkja]]. Bútan gerði árið [[1910]] samning við [[Bretland]] um að það færi með utanríkis- og varnarmál landsins. Bútan fékk því svipaða stöðu og sjálfstæðu indversku furstadæmin. Tveimur árum eftir að Indland fékk sjálfstæði gerði Bútan svipaðan samning við Indland. Landið hefur því sterk efnahagsleg og hernaðarleg tengsl við Indland.
 
Bútan hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að styðja notkun mælikvarðans [[verg landshamingja]].