„Harriet Robinson Scott“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Harriet Scott '''Harriet Robinson Scott''' var bandarísk ambátt sem barðist fyrir frelsi sínu ásamt eiginmanni...
 
Lína 10:
 
== Dred Scott-málið ==
Emerson lést árið 1843 og Harriet, Dred og börnin tilheyrðu þaðan af ekkju hans, Irene Emerson. Þau héldu áfram að vinna í St. Louis í nafni Irene til ársins 1846, en þá reyndu hjónin að vinna frelsi sitt með því að höfða dómsmál. Þar sem Harriet og Dred voru bæði ólæs þáðu þau hjálp lögfræðingsins Francis Murdock og prestsins Johns R. Anderson til að höfða málið. Harriet vissi að þar sem hún hafði lengi búið á svæði þar sem þrælahald var ólöglegt gat hún gert tilkall til þess að vera lagalega frjáls líkt og margir aðrir þrælar í sambærilegri stöðu. Irene sá til þess að Scott-fjölskyldunni var haldið í umsjá héraðsfógetans í St. Louis í sjö ár á meðan hún hélt áfram að innheimta laun fyrir vinnu þeirra. DómstólDómstóll úrskurðaði að Scott-fjölskyldan væri lagalega frjáls þann 12. janúar 1850 en þegar Irene áfrýjaði dómnum voru dómsmál Harrietar og Dreds sameinuð í eitt dómsmál sem fór að endingu fyrir [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|hæstarétt Bandaríkjanna]]. Fimm árum síðar, þann 6. mars árið 1857, úrskurðaði hæstirétturinn að Scott-hjónin og börn þeirra væru enn þrælar. Harriet, Dred og dætur þeirra voru þrælar í tvo mánuði í viðbót, en síðan keypti æskuvinur og velgjörðamaður Dreds, Taylor Blow, fjölskylduna af Irene og veitti þeim strax frelsi sitt.<ref name=":0" />
 
Stuttu eftir að hafa hlotið frelsi lést Dred úr [[Berklar|berklum]]. Harriet lifði hins vegar lengi enn sem frjáls kona. Hún vann sem þvottakona í St. Louis og átti eigið hús þar til hún lést þann 17. júní 1876, þá 61 árs gömul.<ref name=":0" />