Munur á milli breytinga „Óbó“

1 bæti bætt við ,  fyrir 1 ári
ekkert breytingarágrip
m (→‎Hljóðfærið: leiðrétting: tónsvið frá A, ekki B, sjá heimild nr.2)
 
== Hljóðfærið ==
[[Tónn]] óbósins hefur gríðarlegt magn [[yfirtónar|yfirtóna]]<ref>{{cite web|title=Sound Characteristics of the Oboe|url=http://www.vsl.co.at/en/70/3161/3168/3169/5562.vsl|publisher=Vienna Symphonic Library|accessdate=9 September 2012}}</ref> og því er auðvelt að stilla önnur hljóðfæri eftir honum. Til dæmis er alltaf stillt eftir óbóinu í [[sinfóníuhljómsveit]]um.<ref>{{Cite web|url=https://www.classicfm.com/discover-music/instruments/oboe/features/orchestras-tune-to-oboe/|title=Why do orchestras tune to an ‘A’?|website=Classic FM|language=en|access-date=2019-11-02}}</ref> Tónsvið þess er frá Ab til g′′′. Margir óbóleikarar ná hærra, alveg upp á cís′′′′, en það tónsvið þykir ekki mjög fimt nema með sérsmíðuðum blöðum (sem virka þá verr neðar á tónsviðinu). Miðað við önnur tréblásturshljóðfæri hefur óbóið mjög þykkan en næstum skerandi tón, samt er algengt að honum sé lýst sem angurværum.
 
Hljóðpípa óbósins er í laginu eins og löng og mjó keila með afskornum oddi, rúmlega 60 [[sentímetri|cm]] löng, en í stað odds tekur stöpullinn við. Óbóið er oftast búið til úr grendilla-viði (afrískur svartviður) en blaðið er úr bambus og stöpullinn, stysti, efsti og þrengsti hluti hljóðpípunnar, er ýmist úr [[brons]]i eða [[nikkel]]. Óbóið er í fjórum pörtum; neðsti og víðasti parturinn heitir bjalla, næst kemur „neðra stykkið“, svo toppstykkið og loks munnstykkið eða blaðið.
 
=== Óbóblöð ===
Óbóblað eru tvær nákvæmlega tilskornar reyrflísar settar hvor á móti annarri, bundnar við stöpul þannig að börkurinn snúi út. Óbóblöð eru frá 6 til 7,5 cm löng og eru í kringum 7 mm breið og u.þ.b. 220 [[míkrómetri|μm]] þunn alveg fremst, en þar eru þau breiðust og þynnst.
 
Hvernig reyrinn í óbóblaðinu er tálgaður skiptir máli niður í minnstu smáatriði. Þess vegna eru öll óbóblöð sem atvinnuóbóleikarar nota handsmíðuð, oftast af þeim sjálfum, en sumir þeirra kaupa þau af óbóleikurum sem hafa helgað sig blaðasmíði.
105

breytingar