„Hlemmur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
heimild.
Lína 8:
Árið 1978 var byggingin á Hlemmi reist sem ein af aðalskiptistöðvum [[Strætó bs.]] í Reykjavík eftir teikningu [[Gunnar Hansson (arkitekt)|Gunnars Hanssonar]] arkitekts. Skiptistöðin var um árabil eins konar afdrep útigangsfólks í Reykjavík. Kvikmyndin ''[[Hlemmur (kvikmynd)|Hlemmur]]'' frá 2003 fjallar um það. Frá 1980-1984 var Hlemmur auk þess ein aðalfélagsmiðstöð ungra upprennandi [[pönk]]ara sem komu saman á hverjum degi og héngu þar saman. Á þeim tíma var töluvert um afþreyingarstarfsemi í kringum Hlemm, svo sem skyndibitastaðir, spilasalir og vídeóleigur.
 
Árið 2017 var ákveðið að [[BSÍ]] tæki við af Hlemmi sem samgöngumiðstöð fyrir Höfuðborgarsvæðið. Sama ár var Hlemmur - Mathöll opnuð þar eftir miklar endurbætur á húsnæðinu. Árið 2019 var kynnt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm og nærliggjandi svæði þar sem gert er ráð fyrir að stækka torgið austan við Hlemm ('''Hlemmtorg''') og leiða umferð frá Suðurlandsbraut þar norðan við. <ref>[https://reykjavik.is/frettir/ny-asynd-og-hlutverk-fyrir-hlemmtorg Ný ásýnd og hlutverk fyrir Hlemmtorg] Reykjavík.is, skoðað 13. ágúst 2020</ref>
 
== Tengt efni ==