„Hlemmur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Á fyrri hluta tuttugustu aldar stóð [[Gasstöð Reykjavíkur]] við Hlemm. Hana hefur [[Megas]] sungið um. Einnig kemur Gasstöðin við sögu í skáldsögu [[Arnaldur Indriðason|Arnaldar Indriðasonar]], ''Grafarþögn''.
 
Frá 1978 til 2015 var Hlemmur ein af aðalskiptistöðvum [[Strætó bs.]] í Reykjavík. Skiptistöðin var um árabil eins konar afdrep útigangsfólks í Reykjavík. Kvikmyndin ''[[Hlemmur (kvikmynd)|Hlemmur]]'' frá 2003 fjallar um það. Frá 1980-1984 var Hlemmur auk þess ein aðalfélagsmiðstöð ungra upprennandi [[pönk]]ara sem komu saman á hverjum degi og héngu þar saman. Á þeim tíma var töluvert um afþreyingarstarfsemi í kringum Hlemm, svo sem skyndibitastaðir, spilasalir og vídeóleigur.
 
== Tengt efni ==