„Borgarastyrjöldin í Jemen (2014–)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tek aftur breytingu 1679684 frá TKSnaevarr (spjall)
Merki: Afturkalla
Lína 113:
Upphaf borgarastyrjaldarinnar í [[Jemen]] má rekja til [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]] og fjöldamótmæla sem þá fóru fram gegn stjórn forsetans [[Ali Abdullah Saleh]].<ref name=sunna>{{Vefheimild|titill=Hvað geng­ur á í Jemen?|höfundur=Sunna Ósk Loga­dótt­ir|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/03/28/hvad_gengur_a_i_jemen/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=17. desember|árskoðað=2018|ár=2017|mánuður=28. mars}}</ref> Í byrjun 2011 var Saleh hrakinn frá völdum og varaforseti hans, [[Abdrabbuh Mansur Hadi]], var kjörinn forseti í kosningum sem fóru fram næsta ár.<ref name=sunna/> Hadi erfði erfiða stöðu frá forvera sínum og þurfti bæði að takast á við skæruhernað vígahópa eins og [[Al-Kaída]], víðtæka spillingu í jemenska stjórnkerfinu, matarskort, atvinnuleysi og aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins.<ref name=sunna/> Þessir erfiðleikar leiddu til þess að stjórn hans varð berskjölduð gegn uppreisn.
 
[[Hútar]], vopnuð samtök minnihlutahóps [[Sjía]]múslima í Jemen, höfðu lengi háð skærur gegn stjórnarher landsins, en eftir að ný stjórn tók við völdum nýttu þeir sér veikleika hennar og lögðu undir sig norðurhluta Jemen. Í september árið 2014 gerðu Hútar áhlaup á höfuðborgina [[Sana]] og tókst að leggja hana undir sig í janúar árið 2015.<ref name=sunna/> Hadi forseti var settur í stofufangelsi en í febrúar sama ár tókst honum að flýja úr haldi og koma sér upp bækistöðumbækistöðvum í borginni [[Aden]], sunnar í landinu.<ref name=sunna/>
 
Stuttu síðar gerðu Hútar bandalag við öryggissveitir sem enn voru hliðhollar gamla forsetanum, Saleh, og gerðu tilraun til að ræna völdum í landinu og setja Saleh aftur á forsetastól. Hadi forseti flúði land, en uppreisn Hútanna var nú farin að vekja athygli grannríkisins [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]]. Sádar óttuðust að Hútarnir nytu stuðnings keppinauta þeirra, hins sjíaíslamska [[Íran]]s, og ákváðu því að grípa inn í styrjöldina með loftárásum ásamt bandalagi átta annarra ríkja.<ref>{{Vefheimild|titill=Gleymda stríðið í Jemen|höfundur=Sveinn H. Guðmarsson|url=http://www.ruv.is/frett/gleymda-stridid-i-jemen|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=17. desember|árskoðað=2018|ár=2016|mánuður=8. desember}}</ref> Einkum hefur [[Bandaríkjaher|her]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] veitt Sádum ríkulega aðstoð í styrjöldinni.<ref>{{Vefheimild|titill=Gleymda stríðið í Jemen|höfundur=Guðrún Margrét Guðmundsdóttir|url=https://stundin.is/grein/5104/|útgefandi=''[[Stundin]]''|mánuðurskoðað=17. desember|árskoðað=2018|ár=2017|mánuður=30. júlí}}</ref> Deilt er þó um hversu mikil ítök, ef einhver, Íranar hafa í hreyfingu Húta.<ref>{{Vefheimild|titill=Söguleg átök í Jemen|höfundur=Pálmi Jónasson|url=http://www.ruv.is/frett/soguleg-atok-i-jemen|útgefandi=''[[RÚV]]''|mánuðurskoðað=17. desember|árskoðað=2018|ár=2015|mánuður=26. mars}}</ref>