„Ardennasóknin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Skipti út Battle_of_the_Bulge.jpg fyrir Mynd:American_290th_Infantry_Regiment_infantrymen_fighting_in_snow_during_the_Battle_of_the_Bulge.jpg (eftir CommonsDelinker vegna þess að: file renamed or replaced on Commons).
 
Lína 1:
[[Mynd:American 290th Infantry Regiment infantrymen fighting in snow during the Battle of the Bulge.jpg|thumb|right|Bandarískir landgönguliðar nálægt [[Amonines]] í Belgíu.]]
'''Ardennasóknin''' ([[þýska]]: ''die Ardennenoffensive''; [[enska]]: ''Battle of the Bulge'') var [[orrusta|stórsókn]] [[Þýskaland|Þjóðverja]] í [[seinni heimsstyrjöld]] um [[Belgía|Belgíu]], við rætur [[Ardennafjöll|Ardennafjalla]], og stóð frá [[16. desember]] [[1944]] til [[25. janúar]] [[1945]] er [[bandamenn]] hrundu henni. Sóknin var örvæntingarfull tilraun þýska hersins til að snúa gangi styrjaldarinnar sér í vil með því að reka fleyg milli [[her]]ja [[BNA|Bandaríkjamanna]] og [[Bretland|Breta]] á vesturvígstöðvunum og hertaka [[Antwerpen]] í þeirri von að knýja mætti fram friðarsamninga. Þýska hernum varð vel ágengt í byrjun, enda komu þeir bandamönnum algjörlega í opna skjöldu, en lágskýjað [[veður]] og [[þoka]] kom í veg fyrir að bandamenn gætu beitt [[flugher]]jum sínum af afli gegn óvininum. Þegar létti loks til urðu loftárásir bandamanna tíðari og nákvæmari og tókst þeim smám saman að stöðva sóknina og hrekja Þjóðverja á flótta. Mannfall var gríðarlegt á báða bóga, en Ardennasóknin varð jafnframt síðasta stórsókn Þjóðverja í stríðinu.