„Hollenska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Froome12 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Sýnileg breyting Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
+heimildir frá enwiki, 1618 > 1637 (samkvæmt heimild), snið:wpheimild enwiki, skv. elstu breytingu - breytingarágripi.
Lína 22:
 
Fornt handritsbrot á hollensku segir: ''„Hebban olla vogala nestas hagunnan, hinase hic enda tu, wat unbidan we nu“'' („Allir fuglar hafa hafist handa við að byggja hreiður, nema ég og þú, eftir hvers bíðum við nú“). Handritið var skrifað um [[1100]] af flæmskum [[Munkur|munki]] í [[Klaustur|nunnuklaustri]] í [[Rochester í Kent|Rochester]] á [[England]]i. Lengi vel var litið á þessa setningu sem elsta dæmi um ritaða hollensku, en síðan hafa fundist enn eldri brot eins og ''„Visc flot aftar themo uuatare“'' („Fiskur synti í vatninu“) og ''„Gelobistu in got alamehtigan fadaer“'' („Trúirðu á Guð, almáttugan föður“). Það síðarnefnda var skrifað um [[900]]. Prófessor Luc de Grauwe frá [[Háskólinn í Gent|Gent-háskóla]] efast þó um að þarna sé um hollensku að ræða, og telur að á ferðinni sé [[fornenska]], svo að enn eru deilur um þessi handrit.<br clear="all" />[[Mynd:Hebban.jpg|frame|center|''Hebban olla vogala''-handritsbrotið.]]<br clear="all" />
Samræming tungumálsins hófst á [[Miðaldir|miðöldum]], einkum undir áhrifum [[búrgúndí]]sku greifahirðarinnar í Dijon (Brussel eftir [[1477]]). Flæmskar og [[brabant]]skar mállýskur voru um þær mundir áhrifamestar. Á [[16. öld]] jókst samræmingin enn frekar, og hafði borgarmállýska [[Antwerpen]] þá mest áhrif. Árið [[1585]] féll Antwerpen í hendur [[Spánn|Spánverja]], og flúðu þá margir til héraðsins [[Holland (hérað)|Hollands]], en innflytjendurnir höfðu mikil áhrif á þéttbýlismállýskur svæðisins. Árið [[16181637]] var tekið mikilvægt skref í átt að samræmdri tungu,<ref>{{cite web |url=http://www.ccjk.com/dutch-full-historical-junk/ |title=Dutch & Other Languages |publisher=Ccjk.com |accessdate=August 12, 2015}}</ref> þegar út kom fyrsta stóra hollenska [[biblíuþýðing]]in sem fólk þvert yfir [[Sameinuðu héröðin]] skildi. Þýðingin var byggð á ýmsum (jafnvel lágþýskum) mállýskum, en þó aðallega á þéttbýlismállýskum HollandshéraðsHollands.<ref>{{cite web |url=http://taal.phileon.nl/brabants.php |title=Taal in Nederland .:. Brabants |publisher=Taal.phileon.nl |accessdate=June 11, 2014}}</ref>
 
:''Sjá einnig: [[Hollenskar bókmenntir]]''
Lína 38:
 
== Flokkun og skyldleiki við önnur mál ==
Hollenska er [[Germönsk tungumál|germanskt tungumál]], nánar tiltekið [[Vesturgermönsk mál|vesturgermanskt]]. Vegna þess að hún varð ekki fyrir [[Háþýska samhljóðabreytingin|háþýsku samhljóðabreytingunni]]<ref group="n">Friedrich Maurer uses the term ''[[Istvaeones|Istvaeonic]]'' instead of Franconian; see Friedrich Maurer (1942), ''Nordgermanen und Alemannen: Studien zur germanischen und frühdeutschen Sprachgeschichte, Stammes- und Volkskunde'', Bern: Verlag Francke.</ref> (að undanskildu þ→d) er hún stundum flokkuð sem [[lágþýsk tungumál|lágþýskt mál]], og reyndar er hún skyldust lágþýsku mállýskunum í norðanverðu Þýskalandi. Í raun breytast mállýskurnar smátt og smátt úr lágþýskum í hollenskar, mörkin þar á milli eru óskýr, og lágfrankísku sveitamállýskurnar neðarlega í Rínardalnum eru mikið líkari hollensku en ríkisþýsku. Skipting vesturgermönsku málanna í lág og há á þennan hátt hylur hins vegar þá staðreynd að hollenska er skyldari ríkis(há)þýsku en ensku.
 
Hollensku svipar til þýsku málfræðilega, t.d. setningafræðin og sagnbeygingarnar (sjá [[germönsk veik sögn]] og [[vesturgermönsk sterk sögn]]). Berið t.d. saman:
Lína 91:
 
=== Opinber staða ===
Hollenska er [[opinbert tungumál]] Hollands, Belgíu, Evrópusambandsins<ref>{{Cite web |url=https://europa.eu/european-union/about-eu/eu-languages_en |title=EU languages |website=European Union |access-date=2019-10-20}}</ref>, Súrínam, Arúba og Hollensku Antillaeyja. Hollensk, flæmsk og súrínömsk yfirvöld stjórna saman opinberu formi málsins í [[Hollensk málstöð|Hollenskri málstöð]] (''Nederlandse Taalunie''). Afrikaans er opinbert mál í Suður-Afríku. Á [[Nýja-Sjáland]]i segja 0,7% að heimilismál þeirra sé hollenska. Þó er þar hlutfall fólks frá Hollandi töluvert hærra, en flestir af annarri kynslóð nota frekar ensku.
 
''Standaardnederlands'' eða ''Algemeen Nederlands'' („Almenn hollenska“, oft stytt í AN) er hið staðlaða mál sem kennt er í skólum og notað af yfirvöldum í Hollandi, Flæmingjalandi, Súrínam og Hollensku Antillaeyjum. Hollensk málstöð ákveður hvað skuli teljast AN og hvað ekki, t.d. hvað varðar stafsetningu. Hugtakið ''Algemeen Nederlands'' var tekið upp í stað hins eldra heitis ''Algemeen Beschaafd Nederlands'' („Almenn siðmenntuð hollenska“, ABN) þegar það var ekki lengur talið viðeigandi vegna þess að það gaf í skyn að þeir sem ekki töluðu ABN væru ósiðmenntaðir.
Lína 97:
=== Mállýskur ===
[[Flæmska]] er hugtak sem oft er notað yfir þær hollensku mállýskur sem talaðar eru í Belgíu. Flæmska er ekki sérstakt tungumál (þó er hugtakið oft notað til að greina á milli ritstaðals Hollands og Belgíu), enda eru mállýskurnar í Belgíu ekkert skyldari hver annarri en hollenskum mállýskum. Ritstaðallinn er örlítið ólíkur í Hollandi og Belgíu: Flæmingjar nota frekar eldri myndir orða og framburðurinn er oft talinn „mýkri“ en í Hollandi, en það finnst sumum Hollendingum hljóma undarlega eða gamaldags. Aftur á móti líta Belgar á hollenska hollensku sem harðari og kokmæltari; sumum þeirra finnst hún of kraftmikil, óvinsamleg, og jafnvel dálítið hrokafull. Bera mætti þennan mun saman við muninn á breskri og bandarískri ensku, sem nota örlítið mismunandi orðaforða þótt bæði formin séu opinberlega rétt hvort á sínum stað. Hins vegar er bandarísk enska af sumum talin fátæklegri afleiða enskunnar, en hollenska og flæmska eru að þessu leyti sögulega jafnar.
 
== Heimildir ==
{{wpheimild|tungumál= en|titill= Dutch language|mánuðurskoðað= 20. janúar|árskoðað= 2006 }}
<references />
 
== Neðanmálsgreinar ==
<references group="n" />
 
== Tengt efni ==