„Helga Kress“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Laufa0108 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m Hlekkur (með JWB)
Lína 5:
 
== Ferill ==
Helga lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] vorið 1959, nam þýsku við háskólana í [[Köln]] og [[Freiburg (Þýskaland)|Freiburg]] í [[Þýskaland|Þýskalandi]] árið 1963, lauk kandídatsprófi í íslensku með þýsku með aukagrein frá heimspekideild Háskóla Íslands vorið 1969 og prófi í almennri bókmenntafræði frá Universitetet í [[Bergen]] í [[Noregur|Noregi]] árið 1980. Hún var [[lektor]] í íslensku fyrir erlenda stúdenta við heimspekideild Háskóla Íslands 1970 til 1973, fyrsta konan sem var fastráðin kennari við deildina. Á árunum 1973 til 1979 var hún sendikennari við Universitetet i Bergen, auk þess sem hún stundaði þar framhaldsnám í bókmenntafræði. Árið 1981 var hún skipuð [[lektor]] og síðan [[dósent]] í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands. Hún stundaði rannsóknir og kennslu við norrænudeild Kaliforníuháskóla í Berkeley frá ársbyrjun 1989 til hausts 1990. Á kvennadaginn 19. júní 1991 var hún skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við heimspekdideild Háskóla Íslands með forsetabréfi undirrituðu af Vigdísi Finnbogadóttur. Hún var forseti heimspekideildar Háskóla Íslands 1997-1999, fyrsta konan sem kjörin var til embættis deildarforseta við Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911.<ref name="Ártöl og áfangar">{{vefheimild|url=https://baekur.is/bok/000021526/0/42/Artol_og_afangar_i_sogu|titill=Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna (bls. 55)|mánuðurskoðað=15. október|árskoðað=2019}}</ref><ref>''Morgunblaðið'', [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/327175/ „Í fyrsta sinn í sögu HÍ“], 22. apríl 1997. Sótt 17. júní 2019.</ref> Helga hefur verið prófessor emeritus frá september 2009.
 
== Rannsóknir ==