„Mont Pèlerin Society“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q688638
m Hlekkur (með JWB)
Lína 41:
 
==Mont Pèlerin Society á Íslandi==
Nokkrir Íslendingar hafa sótt fundi Mont Pèlerin-samtakanna auk Hannesar H. Gissurarsonar, þar á meðal [[Birgir Ísl. Gunnarsson]], [[Geir H. Haarde]], [[Friðbjörn Orri Ketilsson]] og [[Hörður Sigurgestsson]]. Mont Pèlerin-samtökin héldu fund á Íslandi í ágúst [[2005]] um "Frelsi og eignarrétt á nýrri öld" (Liberty and Property in the 21st Century). Á meðal umræðuefna voru einkaeignarréttur á útvarpsrásum, fiskistofnum og erfðavísum, hvort lítil ríki væru hagkvæmari einingar en stór og hvers vegna flestir menntamenn aðhyllast [[Sósíalismi|sósíalisma]]. Á meðal erlendra fyrirlesara voru [[Vaclav Klaus]], forseti Tékkneska lýðveldisins, [[Andrei Illarionov]], þá aðalefnahagsráðgjafi [[Vladimir Putin|Pútíns]] Rússlandsforseta, [[Mart Laar]], fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, [[Harold Demsetz]], einn helsti eignarréttarhagfræðingur heims, og [[Arnold Harberger]], sem er einna kunnastur [[Chicago-hagfræðingarnir|Chicago-hagfræðinganna]] svonefndu. Íslenskir fyrirlesarar voru [[Davíð Oddsson]], þá utanríkisráðherra, [[Ragnar Árnason prófessor]], [[Þráinn Eggertsson]] prófessor, [[Birgir Þór Runólfsson]] [[dósent]], [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]] prófessor og dr. [[Kári Stefánsson]] forstjóri.
 
==Tenglar==