„Morðin á Sjöundá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Glæpahjúin voru dæmd til [[líflát]]s, auk þess sem klípa átti Bjarna þrisvar með glóandi töngum á leið frá þeim stað þar sem afbrotin voru framin og til aftökustaðarins, auk þess sem höggva átti af honum hægri hönd. Sumarið 1803, eftir að Steinunn hafði alið barn sitt og Bjarni hafði sloppið úr haldi í Haga en náðst aftur, voru þau svo flutt til [[Reykjavík]]ur og höfð í gæslu í [[tukthús]]inu á [[Arnarhóll|Arnarhóli]] á meðan málið fór fyrir [[Landsyfirréttur|Landsyfirrétt]] og síðan [[konungur|konung]] eins og aðrir dauðadómar. Í nóvember 1803 staðfesti konungur dauðadómana en sleppti Bjarna þó við pyntingarnar.
 
Þar með lauk þessari sögu þó ekki, því að ekkert gekk að finna [[böðull|böðul]] til verksins á Íslandi og haustið [[1804]] tókst Bjarna að strjúka úr fangelsinu. Hann hafði verið í járnum fram í ágúst það ár en þá sleppt úr þeim vegna fótameina. Ætlun hans var að komast til baka vestur í [[Barðastrandarsýsla|Barðastrandarsýslu]] og vonaðist hann til að einhver þar myndi rétta honum hjálparhönd. Bjarni var handsamaður í Borgarfirði tveimur vikum eftir að hann strauk og færður aftur í tugthúsið. Yfirvöld höfðu þá leitað til Danmerkur vegna böðulsvandræðanna og farið fram á að þau hjúin yrðu náðuð en að öðrum kosti yrði böðull sendur til landsins. Þess í stað bárust fyrirmæli um að senda þau til [[Noregur|Noregs]] til aftöku en áður en til þess kæmi lést Steinunn í fangahúsinu [[31. ágúst]] [[1805]] og er óljóst um dánarorsök hennar. Hún var dysjuð á [[Skólavörðuholt]]i þar sem ummerki um [[Steinkudys]] sáust allt fram á [[20. öld]]. eða allt til ársinsÁrið 1915 ervoru bein hennar voru tekin upp og grafin í vígðri mold í [[Hólavallagarður|Hólavallakirkjugarði]] í Reykjavík.
 
Bjarni var aftur á móti færður utan til aftöku haustið 1805 og var farið með hann til [[Kristianssand]] í Noregi, þar sem hann var handarhöggvinn og að því búnu hálshöggvinn þann [[4. október]] og líkami hans settur á hjól og steglu en höfuð og hönd á stjaka, áður en hann var huslaður á aftökustaðnum.