„Alþjóðasamtök kommúnista“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Alþjóðasamband kommúnista''' eða '''Komintern''' (alþjóðlegt heiti: ''Comintern'', [[kýrillískt letur]]: Коминтерн), oft kallað ''þriðja alþjóðasambandið'' voru alþjóðleg samtök [[kommúnismi|kommúnista]], stofnuð í [[Moskva|Moskvu]] [[1919]]. [[Fyrsta alþjóðasambandið]] hafði [[Karl Marx]] stofnað, og annað alþjóðasambandið var í höndum [[Jafnaðarstefna|jafnaðarmanna]]. Ágreiningsefni [[Kommúnismi|kommúnista]] og jafnaðarmanna var hvort aðeins bæri að fara [[Lýðræði|lýðræðisleiðina]] að settu marki eins og jafnaðarmenn vildu eða gera [[Bylting|byltingu]], ef þess þyrfti, eins og kommúnistar töldu.
 
== Skipulag og starfsemi Kominterns ==
Lína 6:
Komintern skipulagði byltingartilraunir víða um heim, meðal annars í Þýskalandi og Eistlandi. Margir aðildarflokkar Kominterns voru bannaðir vegna ólöglegrar starfsemi, til dæmis finnski kommúnistaflokkurinn. Í bókinni ''Í álögum'', sem kom út í tveimur bindum á íslensku 1942 og 1944, lýsti Jan Valtin, réttu nafni [[Richard Krebs]], undirróðri og skemmdarverkum á vegum Kominterns.
 
Náin tengsl mynduðust á milli leynilögreglu Ráðstjórnarríkjanna og Kominterns, og var forstöðumaðurforst[[]]öðumaður starfsmannadeildar Kominterns, [[Míkhaíl Trílísser]], í raun og veru yfirmaður hinnar erlendu deildar leynilögreglunnar og notaði þá dulnefnið Míkhaíl Moskvín. Talið er, að 133 af 492 starfsmönnum Kominterns hafi týnt lífi í hreinsunum [[Stalín|Stalíns]].
 
Komintern var lagt niður að skipun [[Stalín|Stalíns]] 1943 þegar hann vildi þóknast bandamönnum sínum í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]], Bretum og Bandaríkjamönnum.