„Þingeyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Uppfæri
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
[[Mynd:Þingeyri.jpg|thumb|right|Þingeyri. Séð ofan af Sandafelli yfir þorpið. Akfær vegur er upp á fellið.]]
:''Má ekki rugla saman við [[Þingeyrar]].''
'''Þingeyri''' er þéttbýlisstaður í sveitarfélaginu [[Ísafjarðarbær|Ísafjarðarbæ]]. Þorpið stendur við sunnanverðan [[Dýrafjörður|Dýrafjörð]], á eyri undir [[Sandafelli]], og er talið draga nafn sitt af Dýrafjarðaþingi sem á árum áður var haldið á eyrinni. Á Þingeyri bjuggu 252246 manns árið 20152019. [[Þingeyrarhreppur]] var áður sérstakt sveitarfélag en sameinaðist fimm öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum [[1. júní]] [[1996]].
 
Þingeyri var verslunarstaður um langan aldur og þar er meðal annars vörugeymslu- eða [[pakkhús]] frá 18. öld. Kauptún fór að myndast þar um miðja 19. öld og var þar þá meðal annars bækistöð bandarískra [[lúða|lúðuveiðimanna]] sem veiddu á Íslandsmiðum. Aðalatvinnuvegur er og hefur verið [[sjávarútvegur]] og þjónusta við hann og elsta starfandi [[vélsmiðja]] landsins, stofnuð [[1913]], er á Þingeyri. Ferðaþjónusta er einnig vaxandi atvinnugrein. Grunnskólinn á Þingeyri fagnaði 110 ára afmæli þann [[27. nóvember]] [[2007]].<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item179044/|titill=Skólinn á Þingeyri 110 ára gamall|árskoðað=2007|mánuðurskoðað=29. desember}}</ref> Á 21. öldinni var einn helsti atvinnurekandinn á Þingeyri útgerðarfyrirtækið Vísir allt til ársins 2014.<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6241249|titill=Lokun Vísis áminning um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu|ár=2014}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6241251|titill=Vísir með 70% ársverka í sjávarútvegi á Þingeyri|ár=2014}}</ref><ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4910328|titill=Nýr fiskvinnslukafli í sögu Þingeyrar|ár=1999}}</ref> Við tók fyrirtækið Íslenskt sjávarfang.<ref>{{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6780866|titill=Starfsfólki hefur fjölgað og atvinna er stöðug|ár=2015}}</ref>