„Kirkjubær (Rangárvöllum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lítið eitt um Kirkjubæ
 
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kirkjubær''' á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]]''' er stórbýli á miðjum Rangárvöllum alllangt ofan þjóðvegarins á vinstri hönd þegar ekið er frá [[Hella (bær)|Hellu]] til [[Hvolsvöllur|Hvolsvallar]]. Bærinn er fornfrægur og kemur mjög við sögu í [[Njála|Njálu]], en á sögutíma hennar bjó þar Otkell sá sem [[Hallgerður langbrók]] lét þrælinn [[Melkólfur|Melkólf]] ræna frá. Otkell vildi ekki taka neinum sáttaboðum [[Gunnar Hámundarson|Gunnars á Hlíðarenda]] og lét Skammkel á Hofi ráða öllu fyrir sig, en Skammkell gerði málin óleysanleg og kostaði það Gunnar lífið.
 
Í Kirkjubæ var [[kirkja]], ekki er vitað um upphaf hennar né heldur um upphaf nafnsins, en þó er ljóst að bærinn hét Kirkjubær allöngu fyrir [[Kristnitaka|kristnitöku]]. Í Kirkjubæ hefur lengi verið tvíbýli og heita býlin Eystri- og Vestri-Kirkjubær. Í Eystri-Kirkjubæ var grafið fyrir húsi um [[1930]] og komu þá upp mannabein og gæti þar hafa verið [[kirkjugarður]].
 
Meðfram túnjaðri Kirkjubæjar rennur Kirkjubæjarsíki, sem seinna skiptir um nafn og heitir þá Strandarsíki. Það rennur svo út í [[Eystri-Rangá]] skammt neðan við Djúpadal.
 
Kirkjubær eru þekkt hrossaræktarbú með fræga einstaklinga á borð við Rauðhettu, Öngul og Þátt auk annarra. Stóðið í Kirkjubær er nær allt rautt og flest hrossin þess að auki glófext og blesótt eða stjörnótt.
 
[[Flokkur:Íslenskir bæir]]
[[Flokkur:Rangárvallasýsla]]