„Lundamítill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svarði2 (spjall | framlög)
m tenglar
m veirur
Lína 15:
 
'''Lundamítill''' ([[fræðiheiti]]: ''Ixodes uriae'') eða '''lundalús'''<ref>Jóhann Óli Hilmarsson (2008). ''Lundinn''. Mál & Menning, Reykjavík. ISBN 978-9979-3-2873-5</ref> er [[blóðmítill]] (Ixodida) sem lifir á [[sjófuglar|sjófugl]]um. Á Íslandi hefur lundamítill fundist á [[lundi|lunda]], [[teista|teistu]], [[langvía|langvíu]], [[máfur|máfum]], [[stormsvala|stormsvölu]], [[sjósvala|sjósvölu]], [[skrofa|skrofu]], [[skarfur|skörfum]] og [[æðarfugl|æðarfuglum]] og á mönnum. Lundamítill hefur í daglegu máli verið kallaður lundalús en hann er ekki eiginleg lús, hann er [[áttfætla]] en ekki [[skordýr]] og er skyldur [[skógarmítill|skógarmítli]]. Lundamítill er dæmigerður blóðmítill og eru munnlimir sérhæfðir til að stinga í húð og með hökum til að festast. Aftan við höfuðið er harður skjöldur en annars er líkami dýrsins linur og getur þanist gríðarmikið út þegar hann fyllist af blóði og getur lundamítillinn þá margfaldað þyngd sína. Það er erfitt og óráðlegt að losa lundamítill úr stungusári með að toga í hann en algeng [[húsráð]] eru að fara í heitt bað eða bera steinolíu, spritt eða joð á mítilinn og svæðið í kring til að drepa hann.
 
Veirurannsóknir í [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] og í [[Grímsey]] á [[9. áratugurinn|9. áratug síðustu aldar]] leiddu í ljós að lundamítlar bera nokkrar mismunandi [[veirur]] á milli fugla.<ref>Moss, S. R., Petersen, Æ., & Nuttall, P. A. (1986). [https://d1wqtxts1xzle7.cloudfront.net/42246261/Tick-borne_viruses_in_Icelandic_seabird_20160206-14055-cbvmof.pdf?1454805108=&response-content-disposition=inline%3B+filename%3DTick-borne_viruses_in_Icelandic_seabird.pdf&Expires=1592399977&Signature=gGsopi37Ss5-lC9~0sKdjQ1hqhtp~k0i8A-uVH6vRy55BPYRP8Xq8f-Fkpnv~d9NiFmF8bWbJXUY5p5bTBerXK4z2qS5ohbwlXzxlNFlxehdFwEzah1SoIfiXOb1NI6iOYQVz~1AfNubRkB-CsijLDdhxQaUPnFj-49gQO0Rf5EBbC2AACdldJehBsLmh0NiNz70gWWOLFH47YX3rJ-lM3w5p45bAUXsGviteQy000WMJYsMpNLIlDpgPgVNGSynCQPkQ9qJSHivWw6mTYO3E31IpgJo1sPrdSCG3MJYlfWsOhb~t2t0hCUq5Gqz4448TkO0s5NXadcKPuCCshsG-A__&Key-Pair-Id=APKAJLOHF5GGSLRBV4ZA Tick-borne viruses in Icelandic seabird colonies.] ''Acta naturalia islandica.'' The Icel. museum of natural history.</ref>
 
== Heimild ==