„Maria Montessori“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
Árið 1907 þáði Montessori boð frá stjórnmálamanninum [[Edoardo Talamo]] um að taka við stjórn skóla í fátækrahverfinu San Lorenzo í Róm. Skólagangan hjá Montessori í menntastofnuninni ''Casa dei bambini'' var sú frjálslegasta sem hafði nokkurn tímann verið reynd. Hvorki var notast við kennaraborð né púlt og þess í stað voru börnin hvött til sjálfstæðra ákvarðana og reynt var að efla skynfæri og skipulagshæfni þeirra og þroska persónuleika þeirra. Kennsluhættir hennar voru mjög frábrugðnir hefðbundnu skólahaldi þar sem lögð var áhersla á aga, undirgefni við kennarann og refsingar fyrir agabrot.<ref name=heimilstíminn/> Námsárangur nemenda Montessori vakti brátt heimsathygli og fjöldi fræðimanna lagði leið sína til Rómar til að bera starfshætti hennar augum. Montessori fékk tækifæri til að koma aðferðum sínum enn frekar á framfæri á [[Panama–Pacific International Exposition|heimssýningunni í San Francisco]] árið 1915, en þar var sett upp glerkennslustofa þar sem sýningargestir gátu virt fyrir sér kennsluaðferðirnar í ''Casa dei bambini''.<ref name=vísindavefurinn/>
 
Kennsluhættir Montessori urðu grunnurinn að [[Montessori]]-aðferðin|Montessori-kennsluaðferðinni]] svokölluðu, sem náði miklum vinsældum á fyrstu áratugum 20. aldar og Montessori-skólar voru reistir í mörgum löndum. Á Íslandi gerðu [[Aðalbjörg Sigurðardóttir]] og [[Jóna Sigurjónsdóttir]] tilraun með Montessori-skóla og [[Guðrún Björnsdóttir]] hélt starfi þeirra áfram um nokkurt skeið.<ref name=menntamál/>
 
Auk þess að vera frumkvöðull í uppeldis- og kennslufræði var Montessori virk í [[Kvenréttindi|kvenréttindahreyfingunni]]. Hún flutti erindi um atvinnuþátttöku ítalskra kvenna á kvenréttindaráðstefnu í Berlín árið 1896 og fjallaði um [[barnaþrælkun]] á sömu ráðstefnu í London árið 1900. Hún taldi að tækniframfarir myndu leysa konur af hólmi í heimilisstörfum og færði rök fyrir því að efnahags- og þjóðfélagsbreytingar 20. aldarinnar krefðust þess að konur kæmu inn á atvinnumarkaðinn.<ref name=vísindavefurinn/>