„Hítardalur (bær)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q13637113
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Hitardalur Snaefellsnes 1.jpg|thumb|right|Hítardalur.]]
'''Hítardalur''' í [[Mýrasýsla|Mýrasýslu]] er fornt [[höfuðból]] og prestssetur í [[Hítardalur (dalur)|samnefndum dal]], samkvæmt [[þjóðsaga|þjóðsögum]] kennt við [[tröll|tröllkonuna]] Hít sem varð að steini þar rétt neðan við bæinn ásamt [[Bárður Snæfellsás|Bárði Snæfellsás]] og standa þeir drangar enn. Bærinn hét reyndar upphaflega Húsafell og fellið hjá honum einnig en það er nú oftast kallað [[Bæjarfell í Hítardal|Bæjarfell]]. Hítardalur er landnámsjörð og byggði [[Þórhaddur Steinsson]] þar manna fyrstur að sögn [[Landnáma]]bókar.
 
Bærinn Hítardalur er meðal annars þekktur fyrir að þar varð mannskæðasti [[eldsvoði]] Íslandssögunnar þann [[30. september]] [[1148]]. Meira en 70 manns sem voru þar við veislu fórust í brunanum, þar á meðal var [[biskup]]inn í [[Skálholt]]i, [[Magnús Einarsson]]. Í Hítardal starfaði munka[[klaustur]] af reglu Benedikts að því að talið er frá [[1166]] eða [[1168]] til [[1201]], en lítið er vitað um sögu þess. Á 13. öld bjó [[Ketill Þorláksson]] lögsögumaður í Hítardal og síðan [[Loftur biskupssonur]].