„Atvinnubótastígur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Atvinnubótastígur er stígur sem upphaflega átti að liggja frá Suðurlandsbraut í Reykjavík að Lækjargötu í Hafnarfirði. Byrjað var að vinna við stíginn þann 1. febr...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. júní 2020 kl. 12:02

Atvinnubótastígur er stígur sem upphaflega átti að liggja frá Suðurlandsbraut í Reykjavík að Lækjargötu í Hafnarfirði. Byrjað var að vinna við stíginn þann 1. febrúar 1918 en haustið áður veitti ríkisstjórnin sveitastjórnum dýrtíðarlán svo þær gætu ráðið fjölskyldumenn í vinnu. Á stígnum átti að vera sjö metra breiður vegur sem væri þannig að járnbrautarteinar væru austan megin en vestan megin vegarins væri fyrir umferð ökutækja og reiðmenn. Vegurinn var aldrei kláraður. Hluti af stígnum (420 m) er varðveittur og er sá kafli átta metra að lengd með vönduðum hleðslum yfir hraungjótur.

Göngustígur í Garðahrauni upp í Urriðaholt og Heiðmörk liggur þvert á Atvinnubótastíginn.

Heimild