„Ronald Reagan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 41:
 
== Forsetatíð ==
{{aðalgrein|Reaganbyltingin}}
Reagan var 69 ára gamall þegar hann var kjörinn [[forseti]] og er elsti einstaklingurinn til að taka við embættinu. Í innsetningarræðunni 1981, sem hann skrifaði sjálfur, staðhæfði hann að „í yfirstandandi erfiðleikum er ríkisvaldið ekki lausnin á vandamálum okkar, heldur sjálft vandamálið“ (e: In this present crisis, government is not the solution to our problem; government is the problem) og vísaði þar til þess efnahagsvanda sem Bandaríkin stóðu frammi fyrir, hárri verðbólgu, efnahagslægð og atvinnuleysi. Tuttugu mínútum eftir að Reagan sór [[embættiseið]] var [[Gíslatakan í Tehran 1979-81|52 bandarískum gíslum]] sleppt en þeim hafði verið haldið föngnum í 444 daga í [[Sendiráð Bandaríkjanna|bandaríska sendiráðinu]] í [[Tehran]], höfuðborg [[Íran]].