„Christian Lous Lange“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Auk starfa sinna hjá Nóbelsnefndinni og Alþjóðaþingmannasambandinu var Lange virkur í ýmsum alþjóðahreyfingum, bæði á eigin vegum og sem stjórnarfulltrúi Noregs. Hann var fulltrúi í sendinefnd Noregs á [[friðarráðstefnunni í Haag|Friðarráðstefnurnar í Haag 1899 og 1907]] árið 1907 og frá árinu 1915 var hann virkur í alþjóðlegum friðarsamtökum sem stofnuð voru í borginni. Frá árinu 1915 var hann sérstakur upplýsingafulltrúi Friðarsamtaka Carnegies og skrifaði fyrir stofnunina skýrslu um aðstæður í stríðshrjáðum löndum árið 1917. Eftir stofnun Þjóðabandalagsins var Lange ýmist fulltrúi eða varaformaður þess í Noregi.<ref name=nobel />
 
Lange var mörgum sinnum tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín með Alþjóðaþingmannasambandinu og árið 1921 vann hann verðlaunin ásamt sænska forsætisráðherranum [[Hjalmar Branting]].<ref name=nbl /> Í Noregi voru blendin viðbrögð við verðlaunun Lange. [[Verkamannaflokkurinn (Noregur)|Verkamannaflokkurinn]], sem jafnan var þó gagnrýninn í garð Þjóðabandalagsins, fagnaði verðlaununum en hægrisinnar voru gagnrýnni í garð þeirra. Meðal annars komst tímaritið ''Tidens Tegn'' svo að orði að verðlaunin hefðu runnið í skaut „ritarans“.<ref name=nbl /> Þrátt fyrir að Lange byggi í mörg ár erlendis var hann virkur þátttakandi í norskri stjórnmálaumræðistjórnmálaumræðu. Stuðningur hans við afvopnun á þriðja áratuginum leiddi til þess að fyrrum varnarmálaráðherra landsins sakaði hann um skort á þjóðrækni.<ref name=nbl />
 
== Einkahagir ==