„Natan Ketilsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Smáviðbót
Lína 18:
Natan flutti að Illugastöðum á Vatnsnesi 1826 og fékk kornunga stúlku, Sigríði Guðmundsdóttur, fyrir bústýru og hóf þegar ástarsamband við hana. Um það leyti sendi hann Rósu bréf og sleit sambandi þeirra. Þetta bréf er ekki til en svarbréf Rósu hefur varðveist. Það er langt [[ljóðabréf]] þar sem hún lýsir ást sinni þrátt fyrir allt sem á undan var gengið.
 
Í mars 1828 myrtu þau [[Agnes Magnúsdóttir]], vinnukona á Illugastöðum, og [[Friðrik Sigurðsson]] frá Katadal Natan þar sem hann svaf í rúmi sínu og einnig annan mann sem var gestkomandi á bænum, [[Fjárdráps-Pétur Jónsson]]. Sigríður var í vitorði með þeim. Mun tilgangurinn líklega aðallega hafa verið að komast yfir fjármuni Natans en sagt var að hann ætti töluvert af peningum. Fengurinn mun þó hafa verið minni en morðingjarnir bjuggust við. Þau kveiktu í bænum til að reyna að fela verksummerkin en grunur féll þegar á þau. Voru þau öll dæmd til dauða en Sigríður var þó náðuð og flutt til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til ævilangrar vistar í [[Spunahúsið|Spunahúsinu]]. Agnes og Friðrik voru hálshöggvin á [[Þrístapar|Þrístöpum]] í Vatnsdal [[12. janúar]] [[1830]] og var [[böðull]]inn Guðmundur, bróðir Natans.
 
Á meðal barna Natans var Hans Natansson, skáld og bóndi, seinast á Þóreyjarnúpi.
Lína 29:
* Guðbrandur Jónsson 1936. Dauði Natans Ketilssonar. Blanda 36, 1-36.
* Guðlaugur Guðmundsson 1974. Enginn má undan líta: sagnfræðilegt skáldrit sem varpar nýju ljósi á morðmálin í Húnaþingi, aðdraganda þeirra og afleiðingar.
* Rósa B. Blöndals 1989. Skáld-Rósa: Barn rómantísku aldar á Íslandi - og fórnarlamb hennar. Fjölvi, Reykjavík.
* Tómas Guðmundsson 1967. Friðþæging. Bókarkafli í Horfin tíð, bls. 137-170.
* Tómas Guðmundsson 1999. Þó að kali heitur hver. Bókarkafli í Sagnaþættir, bls.23-77.