„18. öldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 8:
Undir stjórn [[Qianlong]] náði [[Tjingveldið]] mestu landfræðilegu útbreiðslu sinni í Asíu. Það lagði [[Dsungaría|Dsungaríu]] undir sig og tryggði áhrif sín í [[Tíbet]] og [[Víetnam]]. Útþensla Kína varð til þess að ríkið varð fjölþjóðlegra en áður sem skapaði aukna hættu á uppreisnum og íþyngdi fjárhagnum. Stöðnun og spilling tók að einkenna stjórn ríkisins og lagði grunninn að áföllunum sem Kína varð fyrir á 19. öld.
 
[[Landnám Evrópubúa í Ameríku]] og öðrum heimshlutum fór vaxandi og þróun [[seglskip]]a þegar [[Skútuöld]] náði hámarki gerði mögulega fólksflutninga milli heimsálfa í áður óþekktum mæli. [[Iðnbyltingin]] hófst undir lok aldarinnar með framförum í smíði [[gufuvél]]a. Fyrstu [[járnbraut]]irnar litu dagsins ljós rétt fyrir aldamótin 1800. Í menningu Evrópu markar 18. öldin skilin milli [[síðbarokk]]sins ([[rókokó]]stíll, [[Johann Sebastian Bach]] og [[Georg Friedrich Händel]]) og [[klassíska tímabilið|klassíska tímabilsins]] ([[Jacques-Louis David]], [[Joseph Haydn]] og [[Wolfgang Amadeus Mozart]]). [[Rómantíkin]] hófst undir lok aldarinnar með verkum [[Johann Wolfgang von Goethe]] og [[James Macpherson]].
 
==Ár og áratugir==