„2019“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 22:
 
===Febrúar===
[[Mynd:2019_Haitian_protests_tire_fire.png|thumb|right|Dekkjabrennur í Hinche á Haítí.]]
* [[1. febrúar]] - [[Donald Trump]] dró Bandaríkin út úr [[Samningur um meðaldræg kjarnavopn|Samningi um meðaldræg kjarnavopn]] frá 1987 vegna meintra brota Rússa gegn samningnum. Daginn eftir drógu Rússar sig út úr samningnum líka.
* [[3. febrúar]] - [[Frans páfi]] kom fyrstur páfa til [[Arabíuskaginn|Arabíuskagans]] þegar hann heimsótti [[Abú Dabí]].
* [[6. febrúar]] - Bandarísku samtökin [[Freedom House]] breyttu stöðu [[Ungverjaland]]s í „frjálst að hluta“, sem var í fyrsta sinn sem Evrópusambandsland fékk ekki stöðuna „frjálst“. [[Serbía]] fékk sömu stöðu.
* [[7. febrúar]] - [[Mótmælin á Haítí 2019]]: Mótmæli gegn stjórn [[Jovenel Moïse]] hófust í mörgum borgum landsins.
* [[12. febrúar]] - Lýðveldið Makedónía breytti nafni sínu í [[Norður-Makedónía]] til að binda enda á áratugalangar deilur við [[Grikkland]] um notkun heitisins [[Makedónía]], til að geta átt möguleika á aðild að [[NATO]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].
* [[21. febrúar]] - Fyrirtækið [[SpaceIL]] sendi ''[[Beresheet]]'', fyrsta könnunarfar einkaaðila, til Tunglsins.
* [[23. febrúar]] - [[Nicolás Maduro]] sleit stjórnmálasamband Venesúela við [[Kólumbía|Kólumbíu]] vegna sendinga þeirra á mannúðaraðstoð yfir landamærin.
* [[26. febrúar]] - [[Indverski flugherinn]] hóf loftárásir á meintar búðir vígamanna í [[Balakot]] í Pakistan.
* [[27. febrúar]] – [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti og [[Kim Jong-un]] leiðtogi Norður-Kóreu funduðu í [[Hanoi]] í [[Víetnam]] um hugsanlega afvopnun Norður-Kóreu. Fundinum var slitið næsta dag án samnings.