„Srí Lanka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 51:
 
Í [[forngríska|forngrískum]] heimildum er eyjan nefnd Ταπροβανᾶ ''Taprobana'' eða Ταπροβανῆ ''Taprobane'', dregið af heitinu Tambapanni. Persar og Arabar kölluðu hana ''Sarandīb'' eftir sanskrít ''Siṃhaladvīpaḥ''. Portúgalska heitið ''Ceilão'' breyttist í ''Ceylon'' í ensku (''Seylon'' í íslensku). Eyjan var þekkt sem Seylon til 1972. Heitið ''Srí Lanka'', með virðingarforskeytinu ''Srí'' framan við ''Lanka'', var fyrst tekið upp af [[Frelsisflokkur Srí Lanka|Frelsisflokki Srí Lanka]] árið 1952. Það varð formlegt heiti landsins með nýrri stjórnarskrá 1972.
 
== Menning ==
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Angampora_sword-shield_fight.JPG|thumb|right|Angampora-bardagamenn með sverð og skildi.]]
Þjóðaríþrótt Srí Lanka er [[blak]] en langvinsælasta íþróttin er [[krikket]]. [[15 manna ruðningur]] nýtur líka mikilla vinsælda, auk [[frjálsar íþróttir|frjálsra íþrótta]], [[tennis]]s, [[knattspyrna|knattspyrnu]] og [[netbolti|netbolta]]. Skólar á Srí Lanka reka íþróttalið sem keppa í héraðsmótum og á landsvísu.
 
[[Karlalandslið Srí Lanka í krikket]] hefur náð miklum árangri á heimsvísu frá því á 10. áratug 20. aldar. Þeir unnu óvæntan sigur á [[Heimsbikarmótið í krikket 1996|Heimsbikarmótinu í krikket 1996]]. Þeir sigruðu einnig á [[2014 ICC World Twenty20]]-mótinu í Bangladess. Liðið komst í undanúrslit á heimsbikarmótunum 2007 og 2011 og á ICC World Twenty20 2009 og 2011. Srí Lanka hefur unnið [[Asíubikarinn]] 1987, 1997, 2004, 2008 og 2014. Heimsbikarleikarnir 1996 og 2011 og 2012 ICC World Twenty20 voru haldin á Srí Lanka.
 
Srílankískir íþróttamenn hafa tvisvar unnið til verðlauna á [[Ólympíuleikar|Ólympíuleikum]]; [[Duncan White]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 1948|Sumarólympíuleikunum 1948]] fyrir 400m [[grindahlaup]], og [[Susanthika Jayasinghe]] vann silfurverðlaun á [[Sumarólympíuleikarnir 2000|Sumarólympíuleikunum 2000]] fyrir [[200 metra sprettlaup]]. Árið 1973 sigraði [[Muhammad Lafir]] [[heimsmeistaramótið í ballskák]]. Srí Lanka hefur líka tvisvar unnið heimsmeistaratitil í [[bobb]]i. Ýmsar vatnaíþróttir eins og róður, brimbretti, drekabretti og köfun eru vinsælar meðal íbúa Srí Lanka og ferðamanna á eyjunni. Tvær bardagaíþróttir eru upprunnar á Srí Lanka: [[cheena di]] og [[angampora]].
 
[[Kvennalandslið Srí Lanka í netbolta]] hefur unnið [[Asíumeistaramótið í netbolta]] fimm sinnum.
 
==Tenglar==