„Hrúðurflétta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Búið til með því að þýða síðuna "Crustose lichen"
 
Bæti inn myndum og flokkun
Lína 1:
[[File:Porpidia crustulata (4496679529).jpg|tright|350px|thumb|[[Strjálkarta]] (''Porpidia crustulata'') er dæmigerð hrúðurflétta sem er algeng á Íslandi. Hún vex gjarnan á grjóti.]]
'''Hrúðurflétta''' er [[flétta]] sem hefur skorpulaga- eða hrúðurkennt vaxtarlag. Hrúðurfléttur vaxa því þétt upp við undirlagið sem getur verið jarðvegur, grjót, trjábörkur og fleira. Það er því nánast ómögulegt að losa hrúðurfléttur frá undirlaginu í heilu lagi.
 
Hrúðurfléttur eru í grunninn byggðar upp eins og aðrar fléttur með barkarlag, þörungalag og miðlag. Efra barkarlagið inniheldur yfirleitt [[litarefni]] og miðlagið skýtur [[Rætlingur|rætlingum]] sem festa fléttuna við undirlagið.
 
Yfirborð hrúðurfléttna er yfirleitt hörð skorpa með sprungum sem geta opnast og lokast eftir því hversu rakt [[þal]] fléttunnar er. Margar hrúðurfléttur hafa sérstaka hæfni til að þola þurrk og að ljóstillífa í beinu sólarljósi eða lifa af við krefjandi aðstæður.
 
==Myndir==
<gallery>
Lepraria neglecta - Flickr - pellaea.jpg|Þal [[mosafrikja|mosafrikju]] (''Lepraria neglecta'') er grátt og duftkennt.
Schaereria fuscocinerea 50-Digulleville,Jardeheu 2015-05-30 01.jpg|Reitaskipt þal [[tíguldofra|tíguldofru]] (''Schaereria fuscocinerea'').
Lecanora argopholis and Lecidea tessellata - Flickr - pellaea.jpg|[[Lýsutarga]] (''Lecanora argopholis'') og [[skyrsnuðra]] (''Lecidea argopholis'') mætast. Skilin á milli fléttnanna tveggja eru greinileg.
Elegant Sunburst Lichen - Rusavskia elegans (26798618798).jpg|[[Klettaglæða]] (''Rusavskia elegans'') hefur hrúðurkennt þal en blaðjaðarinn losnar aðeins frá undirlaginu.
Lecidea auriculata (178843241).jpg|[[Glærusnuðra]] (''Lecidea auriculata'') vex hér milli sprungna í steini.
 
 
</gallery>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
[[Flokkur:Fléttur]]