„Guðmundur góði Arason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12:
Guðmundur var skyldur Gyðríði konu [[Kolbeinn Tumason|Kolbeins Tumasonar]], höfðingja [[Ásbirningar|Ásbirninga]] í Skagafirði, og fékk Kolbeinn hann til að gerast heimilisprestur sinn á [[Víðimýri]]. Skömmu síðar dó [[Brandur Sæmundsson|Brandur biskup]] á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og kom Kolbeinn því til leiðar að Guðmundur var kjörinn biskup í hans stað. Færðist Guðmundur fyrst undan en á endanum tók hann við kjöri og bjóst Kolbeinn við að hann yrði sér leiðitamur, svo að hann gæti stýrt bæði leikmönnum og kennimönnum á Norðurlandi. Guðmundur fór þá til Hóla að undirbúa vígsluferð sína en Kolbeinn fór með og tók undir sig staðarforráð og líkaði Guðmundi það ekki en á endanum varð að ráði að Kolbeinn setti [[Sigurður Ormsson|Sigurð Ormsson]] Svínfelling, stjúpföður sinn, til búsforráða á Hólum.
 
[[Hrafn Sveinbjarnarson]] fylgdi Guðmundi út til vígslu 1202 og var hann vígður af Eiríki erkibiskupi í [[Niðarós]]dómkirkju 13. apríl 1203. Guðmundur kom svo heim um sumarið og tók við embætti biskups á Hólum en vorið eftir sendi hann Sigurð til [[Munkaþverá]]r og setti hann síðan niður á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum í Hörgárdal]], sem biskupsstóllinn hafði þá eignast. Þetta líkaði Kolbeini ekki því að hann treysti biskupi engannengan veginn fyrir fjármálum biskupsstólsins, og brátt urðu ágreiningsefnin fleiri.
 
== Víðinesbardagi ==