„Covid-19 faraldurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sylgja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Þann [[29. febrúar]] [[2020]] hafa 85.000 tilvik verið staðfest í 60 löndum, þar af hafa 8.000 verið skilgreind alvarleg. Dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins eru um 2.900 í það minnsta og er þessi faraldur orðinn skæðari en SARS faraldurinn árið [[2003]]. Yfir 39.000 hafa náð sér af veikindum vegna veirunnar.
 
Veiran var fyrst greind í [[desember]] [[2019]] í [[Wuhan]] héraði í [[Kína]].

==Ísland==
Fyrsta tilvik COVID-19 á Íslandi var greint 28. febrúar 2020. Það var maður á fimmtugsaldri sem hafði verið í bænum [[Andalo]] á Norður-Ítalíu. Í kvölfarið var vinnustaður mannsins settur í sóttkví sem og þeir sem búa á sama heimili og maðurinn.<ref>https://www.ruv.is/frett/vinnustadur-mannsins-kominn-i-sottkvi?itm_source=parsely-api</ref> Fyrir ferðamenn sem kunna að vera smitaðir með COVID-19 og aðra sem þurfa á því að halda verður Fosshótel Lind við Rauðarárstíg breytt í sóttkví.<ref>https://www.visir.is/g/2020200228894/hoteli-a-raudararstig-breytt-i-sottkvi</ref>
 
== Smitvarnir ==
Lína 14 ⟶ 17:
Miðað út frá SARS veiru er líftími veirunnar á pappír og sambærilegum flötum sennilega mjög stuttur.<ref>https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn_Koronaveiran_30.01.2020.pdf</ref> Landlæknirinn á Íslandi telur útilokað að vörusendingar frá áhættusvæðum gæti mögulega smitað frá sér.<ref>https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna</ref>
 
Framlínustarfsmenn í faraldrinum eru meðal annars skilgreindir sem þeir sem veita þjónustu og vinna í nálægð sinna viðskiptavina.<ref>https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item38919/Lei%C3%B0beiningar-framl%C3%ADnustarfsmenn_Koronaveiran_30.01.2020.pdf</ref> Við þrif eftir aðra ætti að nota einnota handskahanska og jafnframt að þvo hendurnar með sápu og vatni áður en hanskar eru settir upp og eftir að taka hanskana af sér og henda þeim.
 
Ekki er til bóluefni gegn veirunni.