„Aftaka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
m →‎Aftökur í tengslum við hernað: jón arason til dæmis
Lína 11:
== Aftökur í tengslum við hernað ==
 
Sögulega eru aftökur býsna algeng aðferð nýs yfirvalds, eða hóps sem gerir tilkall til yfirráða, til að treysta vald sitt á svæði eða yfir samfélagi. Til dæmis má nefna aftökuna á [[Jón Arason|Jóni Arasyni]], biskup, og sonum hans tveimur, við siðaskiptin á Íslandi. Ógrynni fólks hefur látið lífið í aftökum sem beitt hefur verið í þágu trúarofsókna, ofsókna ágegn minnihlutahópum og við þjóðarmorð. Manndráp sem framið er á vígvelli herja eða í öðrum beinum átökum telst ekki aftaka, en aftaka er það þegar herdómstóll dæmir menn af lífi og framfylgir dómnum að því loknu. Leynilegar aftökur eru þekktar í starfsemi leyniþjónusta á vegum ríkja.
 
Upp úr aldamótunum 2000 hafa staðið deilur um lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þeim manndrápum sem herir og/eða leyniþjónustur framkvæma með [[Dróni|drónum]], en slíkum aðgerðum svipar að mörgu leyti frekar til aftöku en hefðbundins hernaðar. ''Múgæðisaftaka'' ([[enska]]: ''lynching''), telst það er hópur manna, þá einatt múgur eða æstur hópur, ræðst á manneskju eða manneskjur og tekur af lífi án dóms og laga, í krafti tilfinninga, haturs og/eða hugmyndafræði. Orðið er aðeins haft um aflífanir á mönnum en aldrei dýrum.