„Dauðarefsing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stabilo (spjall | framlög)
Stabilo (spjall | framlög)
m frumkvæði Tahiti í afnámi dauðarefsinga
Lína 6:
'''Grátt''': Afnumin. 106 lönd. ]]
[[File:Beccaria - Dei delitti e delle pene - 6043967 A.jpg|thumb|[[Cesare Beccaria]], ''Dei delitti e delle pene'']]
'''Dauðarefsing''' felst í því að [[aftaka|taka af lífi]] [[Dómur|dæmda]] [[Sakamaður|sakamenn]] í [[refsing]]arskyni. [[aftaka|Aftökur]] á brotamönnum og pólitískum andstæðingum hafa verið hluti af nánast öllum samfélögum í gegnum tíðina en hafa nú verið afnumdar í mörgum [[land|löndum]].

Konungsríkið Tahiti var fyrst ríkja heims til að afnema dauðarefsingu úr lögum, árið 1824.<ref> Alexandre Juster, L'histoire de la Polynésie française en 101 dates : 101 événements marquants qui ont fait l'histoire de Tahiti et ses îles, Les éditions de Moana, 2016, bls. 40</ref> Flest ríki í [[Evrópa|Evrópu]], [[Ameríka|Ameríku]] og [[Eyjaálfa|Eyjaálfu]] hafa afnumið dauðarefsingu úr lögum sínum, annaðhvort algjörlega eða fyrir glæpi sem ekki eru framdir við sérstakar aðstæður eins og til dæmis á [[stríð]]stímum eða þá að þau hafa ekki tekið neinn af lífi í lengri tíma. Stærsta undantekningin eru [[Bandaríkin]]. Í [[Asía|Asíu]] halda flest ríki í dauðarefsingu og í [[Afríka|Afríku]] eru ríkin álíka mörg sem að nota dauðarefsingu og þau sem gera það ekki {{heimild vantar}}.
 
Árið 2017 höfðu 142 ríki afnumið dauðarefsingu í lögum eða í reynd. Fjögur lönd voru ábyrg fyrir 84% af aftökum árið 2017 (Sádí Arabía, Írak, Pakistan og Íran). Kína er þar undanskilið en tölfræðin er ekki gefin út. Að minnsta kosti 56 ríki viðhalda dauðarefsingum. Sum ríki hafa ekki tekið nokkurn af lífi í áratugi en hafa þó ekki afnumið dauðarefsingu með lögum. <ref>[https://www.bbc.com/news/world-45835584 Death penalty: How many countries still have it?]BBC, skoðað 4. apríl, 2019.</ref>