„Kontraskæruliðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 43:
Á níunda áratugnum lágu kontrar undir grun um að afla sér fjár með sölu á [[kókaín]]i. Utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings birti þann 13. apríl 1989 skýrslu um kontraskæruliðana og eiturlyfjasölu. Niðurstaða skýrslunnar var að „æðstu valdhafar Bandaríkjanna [hefðu ekki verið] mótfallnir þeirri hugmynd að eiturlyfjasala væri þjóðráð við fjárhagsörðugleikum kontranna.“<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB113/index.htm |titill=The Oliver North file: His diaries, e-mail, and memos on the Kerry report, Contras and drugs | útgefandi= National Security Archive |mánuður=26. febrúar|ár=2004|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=3. október}}</ref> Í skýrslunni var staðfest að starfsmenn [[Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna|bandaríska utanríkisráðuneytisins]] hefðu gerst aðilar að eiturlyfjasölunni til að styðja kontrana og að kontrar hefðu vitað að fjárhagsaðstoðin sem þeir tóku við væri byggð á fíkniefnasölu.<ref name="whiteout">{{Cite book|author1=Jeffrey St. Clair|author2=Alexander Cockburn|year=1998|title=Whiteout: the CIA, Drugs and the Press|publisher=Verso|isbn=978-1859842584}}</ref>
 
Í skýrslunni kom fram að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefði greitt eiturlyfjasölum fjárframlög sem Bandaríkjaþing hafði heimilað undir því yfirskyni að um líknarhjálp til kontra væri að ræða. Í sumum tilfellum hefðu eiturlyfjasalarnir þegar verið ákærðir af bandarískum alríkisstofnunum fyrir fíkniefnabrot af og í öðrum tilvikum hefðu þeir sætt rannsóknum þegar þeir tóku við greiðslunum.<ref name="report">{{Vefheimild |tungumál=enska|url=http://www.pinknoiz.com/covert/contracoke.html|safnslóð=https://web.archive.org/web/20050221201648/http://www.pinknoiz.com/covert/contracoke.html |titill=Selections from the Senate Committee Report on Drugs, Law Enforcement and Foreign Policy chaired by Senator John F. Kerry|ár=2005|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=3. október}}</ref><ref name=":0">{{Cite book| publisher = GPO| last = Subcommittee on Terrorism, Narcotics, and International Communications and International Economic Policy, Trade, Oceans, and Environment of the Committee on Foreign Relations, United States Senate| title = Drugs, law enforcement, and foreign policy : A report | location = Washington| date = 1989 | url = https://babel.hathitrust.org/cgi/pt?id=pst.000014976124;view=1up;seq=3}}</ref>
 
Ásakanir á hendur utanríkisráðuneytinu um aðild að fíkniefnabraski voru aftur lagðar fram árið 1996 eftir að blaðamaðurinn [[Gary Webb]] birti niðurstöður úr rannsóknum sínum á málinu í tímaritinu ''San Jose Mercury News''<ref>{{Vefheimild |tungumál=enska |höfundur=Gary Webb |titill=The Dark Alliance |útgefandi=''[[San Jose Mercury News]]'' |ár=1996 |url=http://www.mega.nu:8080/ampp/webb.html|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=3. október}}</ref> og síðar í bókinni ''Dark Alliance'', þar sem hann greindi frá því að konrar hefðu selt [[krakk]] á götum [[Los Angeles]] til að fjármagna vopnakaup sín.