„Sherlock Holmes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Sherlock Holmes''' er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins [[Arthur Conan Doyle]]. Holmes er [[leynilögreglumaður]] sem beitir athugunum, [[réttarvísindi|réttarvísindum]] og [[rökleiðsla|rökleiðslu]] sem er á mörkum þess að vera yfirskilvitleg, til að rannsaka mál fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þar á meðal bresku rannsóknarlögregluna [[Scotland Yard]].
 
Fyrsta sagan um Sherlock Holmes sem birtist á prenti var skáldsagan ''Morðið í Lauristonsgarðinum'' (''A Study in Scarlet'') en sögurnar um hann náðu fyrst vinsældum sem röð smásagna í tímaritinu ''[[The Strand Magazine]]''. Fyrsta sagan sem birtist þar var ''[[Hneyksli í Bæheimi]]'' (''A Scandal in Bohemia'') árið 1891. Nýjar sögur um Holmes eftir Doyle héldu áfram að birtast til 1927. Smásögur Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes eru nákvæmlega 56 og fjórar stórar skáldsögur fjalla eingöngu um ævintýri Holmes.<ref>Þorgerður Þorleifsdóttir. „Var Sherlock Holmes til í alvöru?“. Vísindavefurinn 15.6.2007. http://visindavefur.is/?id=6686. (Skoðað 10.3.2012).</ref> Allar nema ein gerast á [[Viktoríutímabilið|Viktoríutímanum]] eða [[Játvarðstímabilið|Játvarðstímanum]] milli 1880 og 1914. Í flestum sögunum er vinur og ævisagnaritari Holmes, Watson læknir, sögumaður. Oftast er þeim lýst sem sambýlismönnum í Baker-stræti 221B í London, þar sem margar af sögunum gerast.
 
Sherlock Holmes var ekki fyrsti þekkti leynilögreglumaður bókmenntanna, en hann er án efa sá frægasti. ''[[Heimsmetabók Guinness]]'' telur hann vera þá sögupersónu sem oftast hefur birst í kvikmyndum. Vinsældir Holmes hafa orðið til þess að margir telja hann hafa verið raunverulega persónu<ref>Þorgerður Þorleifsdóttir. „Var Sherlock Holmes til í alvöru?“. Vísindavefurinn 15.6.2007. http://visindavefur.is/?id=6686. (Skoðað 10.3.2012).</ref>, og mörg aðdáendafélög ganga út frá því. Holmes er líka áberandi sem táknmynd fyrir [[menning Bretlands|breska menningu]]. Sögurnar um hann hafa haft mikil áhrif á [[glæpasaga|glæpasöguritun]] og alþjóðlega [[dægurmenning]]u í heild sinni. Bæði upprunalegu sögurnar eftir Doyle og sögur um Sherlock Holmes eftir aðra höfunda hafa orðið efni leikrita, útvarps- og sjónvarpsþátta, kvikmynda og tölvuleikja í meira en 100 ár.
 
==Fyrirmyndir==