„Bretland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 67:
Í Bretland er [[þingræði]] og [[þingbundin konungsstjórn]] og [[Elísabet 2.]] er [[þjóðhöfðingi]]nn. [[Ermarsundseyjar]] og [[Mön (Írlandshafi)|Mön]] eru svokallaðar [[krúnunýlendur]] og ekki hluti af Bretlandi þrátt fyrir að vera í konungssambandi við það. Bretland ræður yfir [[hjálenda|hjálendum]] sem allar voru hluti af [[Breska heimsveldið|breska heimsveldinu]]. Það var hið stærsta sem sagan hefur kynnst og náði hátindi á [[Viktoríutíminn|Viktoríutímanum]] á seinni hluta [[19. öld|19. aldar]] og fyrri hluta [[20. öld|20. aldar]].
 
Bretland er þróað land og hagkerfi þess er hið [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)|sjötta stærsta]] í heimi, mælt í nafnvirði landframleiðslu. Það var fyrsta iðnvædda landið í heiminum. Bretland er meðlimur í [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]], [[Breska samveldið|Breska samveldinu]], [[G8]], [[Efnahags- og framfarastofnunin|OECD]], [[Atlantshafsbandalagið|NATO]] og [[Alþjóðaviðskiptastofnunin|WTO]].
 
== Saga ==
Lína 85:
Eftir stríðið var lögð áhersla á uppbyggingu [[velferðarkerfi]]sins í Bretlandi og stofnuð var ríkisrekin heilbrigðisþjónusta sem allir landsmenn skyldu hafa aðgang að. Þá hófst einnig aðflutningur fólks til Bretlands víða að úr fyrrum nýlendum breska heimsveldisins, sem gert hefur Bretland að fjölmenningarlegu samfélagi. Útbreiðsla [[enska|ensku]] um allan heim hefur viðhaldið áhrifum bókmennta- og menningararfs landsins en [[poppmenning]] frá Bretlandi hefur einnig haft áhrif út um allan heim, sérstaklega á sjöunda áratug 20. aldar. Áherslur í breskum stjórnmálum breyttust talsvert með valdatöku [[Margrét Thatcher|Margrétar Thatcher]] árið [[1979]] þar sem reynt var að auka frjálsræði í viðskiptum og draga úr vægi ríkisvaldsins. Þær áherslur héldu að mestu áfram undir forystu [[Tony Blair]] frá og með [[1997]].
 
Bretland var eitt af tólf löndum sem stofnuðu [[Evrópusambandið]] árið [[1992]] þegar [[Maastrichtsáttmálinn]] var undirritaður. Fyrir stofnun ESB var Bretland aðildarríki [[Evrópubandalagið|Evrópubandalagsins]] frá [[1973]]. Árið [[2016]] ákvað Bretland hins vegar að segja sig úr sambandinu með [[Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að ESB 2016|þjóðaratkvæðagreiðslu]]. Bretar yfirgáfu sambandið í lok janúar 2020.
 
== Landafræði ==
Lína 95:
[[Loftslag]] á Bretlandi er milt og úrkoma næg. Hitastig er breytilegt en fer sjaldan niður fyrir –10 [[Selsíus|°C]] eða upp fyrir 35 °C. Aðalvindátt er úr suðvestri og ber með sér milt og vott veðurfar. Svæði í austri eru í skjóli fyrirþessum vindi og þess vegna þau þurrustu. Straumar frá Atlantshafinu, sérstaklega [[Golfstraumurinn]], gera vetur milda, sérstaklega í vesturhluta landsins þar sem vetur eru votviðrasamir. Sumarið er heitast í suðausturhluta landsins, sem er næst meginlandi Evrópu, og kaldast í norðri.
 
[[England]] nær yfir rúman helming flatarmáls Bretlands og er 130.279 km<sup>2</sup> að stærð. Megnið af landinu er láglendi. Fjöllótt land er í norðvesturhluta landsins, þ.e. í [[Lake District|Vatnahéruðunum]], [[Pennínafjöll]]um og [[kalksteinn|kalksteinshæðunum]] í [[Peak District]], auk þess í [[Exmoor]] og [[Dartmoor]] í suðvestri. Aðalár eru [[Thames]], [[Severn]] og [[Humber]]. Hæsta fjallið á Englandi er [[Scafell Pike]] í [[Lake District|Vatnahéruðunum]] og er það 978 metrar á hæð. Á Englandi eru margir stórir bæir og borgir og þar eru sex af 50 stærstu þéttbýlisstöðum í [[Evrópusambandið|ESB]].
 
[[Skotland]] nær yfir um það bil þriðjung flatarmáls Bretlands og er 78.772 km<sup>2</sup> að stærð, að meðtöldum tæplega átta hundruð [[Listi yfir eyjur á Skotlandi|eyjum]] sem aðallega liggja vestur og norður af meginlandinu. Aðaleyjaklasarnir eru [[Suðureyjar]], [[Orkneyjar]] og [[Hjaltlandseyjar|Hjaltland]]. Skotland er mishæðótt og hálent. Þar er stórt [[misgengi]] sem nær frá [[Helensburgh]] til [[Stonehaven]]. Misgengið aðskilur tvö mjög ólík svæði: [[Skosku hálöndin|Hálöndin]] í norðri og vestri og [[Skoska undirlendið|Undirlendið]] í suðri og austri. [[Ben Nevis]] er hæsta fjall Skotlands og hæsti punktur á Bretlandi, 1.343 m á hæð. Á láglendissvæðunum, sérstaklega á milli [[Firth of Clyde]] og [[Firth of Forth]] er víða sléttlendi og þar býr meirihluti Skota. Þar eru stórar borgir eins og [[Glasgow]] og [[Edinborg]].
Lína 289:
[[Flokkur:Bretland| ]]
[[Flokkur:Evrópulönd]]
[[Flokkur:Evrópusambandslönd]]