„Björt Ólafsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 61:
}}
 
'''Björt Ólafsdóttir''' (f. [[2. mars]] [[1983]]) er fyrrum alþingismaður fyrir [[Björt framtíð|Bjarta framtíð]]. Hún gegndi embætti [[Umhverfisráðherra Íslands|Umhverfis- og auðlindaráðherra]] frá janúar til nóvember árið 2017. Hún datt út af þingi ásamt öðrum þingmönnum Bjartrar framtíðar í [[Alþingiskosningar 2017|alþingiskosningunum árið 2017]].
 
Björt er fædd á Torfastöðum í [[Biskupstungur|Biskupstungum]]. Hún lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólanum við Hamrahlíð]] árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 2007 og MS-prófi í mannauðsstjórnun frá [[Háskólinn í Lundi|Háskólanum í Lundi]] árið 2008.
 
Björt var meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum frá 1997–2004, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum [[Landspítali|Landspítalans]] með námi frá 2006-2008, starfaði við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun 2010–2011. Hún var mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent frá 2011–2013. Vorið 2013 var Björt kjörin á þing fyrir Bjarta Framtíð í alþingiskosningunum. Hún gegndi embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá janúar - nóvember 2017.
 
Frá 2011-2013 var Björt formaður [[Geðhjálp|Geðhjálpar]].
 
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Sigrún Magnúsdóttir]] | titill=[[umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands|Umhverfis- og auðlindaráðherra]] | frá=[[2017]] | til=[[2017]] | eftir=[[Guðmundur Ingi Guðbrandsson]]}}
{{Töfluendir}}
{{Stubbur|Æviágrip}}
[[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]]
[[Flokkur:Þingmenn Bjartrar framtíðar]]
Lína 72 ⟶ 77:
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
[[Flokkur:Umhverfisráðherrar Íslands]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð]]