„Skógláp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 12:
'''Skógláp''' (e. shoegazing) er ákveðin tegund [[Rokk|rokktónlistar]] sem gengst upp í tilraunamennsku og notast mikið við allavega [[hljóðhrifatæki]]. Skógláparar forvinna oft tónlistina og skapa svokallaða [[Hljóðveggur|hljóðveggi]] og einnig sérstakt „hljóðlandslag“ (e. soundscape) til að skapa vissa stemmingu. Hugtakið skógláp dregur nafn sitt af sviðsframkomu þeirra sem leika tónlistina, en þeir eru yfirleitt fremur látlausir og virðast vera að horfa á skóna sína. Oftast á það við um [[Gítar|gítarleikarana]]. Í raun og veru eru þeir þó að fást við hljóðhrifatækin sem stjórnað er með fótunum og liggja á sviðsgólfinu.
 
Skógláparar voru ekki kraftmiklir flytjendur og gáfu ekki áhugaverð viðtöl sem hamlaði þeim að brjótast fram í markaðssenuna í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hljómsveitirnar náðu yfirráðum í [[Bretland|Bresku]] tónlistarsenunni í þrjú ár, en árið 1992 þá tók [[Grugg|gruggið]] (e. grunge) við og ýtti skóglápurunum til hliðar.<ref>[http://www.allmusic.com/style/shoegaze-ma0000004454 „Shoegaze“], ''allmusic'', sótt 7. maí 2013</ref> Stefnan ruddi sér til rúms seint á [[9. áratug]] [[20. öld|20. aldar]] og er hljómplata [http://www.guardian.co.uk/music/2013/feb/10/my-bloody-valentine-mbv-review My Bloody Valentine] ''[[Isn't anything]]'' oft talin marka upphaf stefnunnar. [[Dinosaur Jr.]], [[The Jesus & Mary Chain]] og [[The Cocteau Twins]] voru einnig mjög áberandi í stefnunni. Stefnan þróaðist áfram og hljómsveitir eins og Ride breyttu sinni stefnu og bættu við sækadelíu sjöunda áratugar á meðan hljómsveitin [[Cocteau Twins]] þróaðist út í [[drauma popp]] (e.dream pop).<ref>[http://www.allmusic.com/style/shoegaze-ma0000004454 „Shoegaze“], ''allmusic'', sótt 7. maí 2013</ref>
 
==Stíll==