„Síðpönk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 19:
 
== Saga ==
Á meðan fyrsta bylgja [[pönk]]sins stóð yfir, frá um 1975-1977, fóru hljómsveitir eins og [[Sex Pistols]], [[The Clash]] og [[Ramones]] að ögra ríkjandi stílvenjum [[rokk]]tónlistar með áherslum á hraðari takta og árásargjarnari hljóma. Með pólítískum eða uppreisnagjörnum lagatextum breiddist þessi hugmyndafræði svo um heiminn og náði mestu fylgi í enskumælandi löndum eins og [[Bretland]]i, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Ástralía|Ástralíu]], en líkt og víðar myndaðist einnig áberandi [[pönk]]sena á Íslandi. Breska [[pönk]]ið var síðan dregið inn í klofin stjórnmál samfélagsins og það mætti segja að um 1979 hafði það eytt sjálfu sér með því að skiptast í nýjungagjarnari stefnur. ÁhrifumÁhrifa [[pönk]]s hefur þó verið að gætagætt í tónlistariðnaðinum allar götur síðan, til dæmis með útbreiðslu sjálfstæðra plötufyrirtækja sem setti einmitt svip sinn á framvindu síðpönksins.<ref>Savage, Jon. [http://www.britannica.com/EBchecked/topic/483616/punk „Punk“], [http://www.britannica.com/ ''Encyclopædia Britannica'']. Skoðað 3. mars 2012.</ref> Það að söngvari [[Sex Pistols]], [[John Lydon]], var orðinn leiður á sviðspersónu sinni ''[[Johnny Rotten]],'' ásamt því að hafa orðið fyrir vonbrigðum með framþróun [[pönk]]sins, varð til þess að sveitin hætti störfum árið 1978. [[John Lydon|Lydon]] stofnaði þá nýrri og nokkuð fágaðari hljómsveit, [[Public Image Ltd.]], sem opnaði gáttir fyrir tilraunastarfsemi síðpönksins.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Reynolds, Simon|titill=Rip It Up and Start Again: Postpunk 1978-1984|útgefandi=Penguin Books|ár=2006|ISBN=ISBN 0143036726}}. Sýnishorn skoðað á [http://www.amazon.co.uk/gp/product/0143036726 ''Amazon''].</ref>
 
Fyrir marga tónlistarmenn markaði [[pönk]]byltingin hvarf frá tónlistarlegum hefðum og takmörkunum og tíðarandinn var þannig að hver sem er gat skapað tónlist ef viljinn var fyrir hendi. Margir nýttu sér þá tækifærið til þess að vera ögrandi og þar með var lagður grundvöllur fyrir [[harðkjarnapönk]]ið. Aðrir túlkuðu þessa byltingu sem leið til þess að láta reyna á takmörk tónlistargerðar, síðpönkið kom fram á sjónarsviðið. Upphaflega voru flytjendur þess flokkaðir sem hluti [[nýbylgjutónlist|nýbylgjunnar]] en það kom fljótt í ljós að um tvær mismunandi stefnur væri að ræða. Síðpönksveitirnar voru yfirleitt nýjungagjarnari og meira ögrandi. Svo náðu þær heldur sjaldan eins mikilli útbreiðslu og [[nýbylgjutónlist|nýbylgjusveitirnar]] þar sem þær þóttu ekki nógu „[[popp]]vænar“ og einblíndu ekki aðeins á velgengni. Jafnvel þó þær hafi almennt fengið minni umfjöllun í fjölmiðlum, þá hlutu plötur þeirra oft meiri lof gagnrýnenda. Tvær bandarískar sveitir höfðuðu þó til stærri áheyrendahópa. Önnur var [[Talking Heads]] sem spilaði bæði síðpönk og [[nýbylgjutónlist]] en jók fjölbreytileika sinn enn frekar með hjálp plötuframleiðandans [[Brian Eno]], hin var [[Devo]] sem náði til tónlistarstöðvarinnar [[MTV]] með grípandi [[hljóðgervill|hljóðgervla]] [[pönk]]i og áhugaverðum sjónrænum stíl sínum.<ref name="Erlewine"/>