Munur á milli breytinga „Ísland“

533 bætum bætt við ,  fyrir 9 mánuðum
→‎Landafræði: Friðlýst svæði, undirkafli Landafræði
(→‎Landafræði: Friðlýst svæði, undirkafli Landafræði)
Á Íslandi eru [[fuglar]] mest áberandi og hafa sést hér [[Listi yfir fugla Íslands|330 tegundir]], þar af verpa 85 tegundir. <ref>[https://www.nat.is/Fuglar/fuglar_Islands.htm Fuglar Íslands]Nat.is, skoðað 22. janúar, 2019.</ref>
[[Heimskautarefur]] er eina landspendýr sem barst hingað fyrir landnám manna. Meðal annarra villtra spendýra eru [[hreindýr]] sem flutt voru til landsins á síðari hluta 18. aldar en búsvæði þeirra eru á heiðum á Austurlandi. [[Minkur]] er svo annað dýr sem flutt var hingað til ræktunar á fyrri hluta 20. aldar en dýr sem sluppu úr búrum hafa lifað síðan villt. Meðal nagdýra eru [[hagamús]] og [[rottur]]. [[Kanínur]] lifa villtar í nokkrum skógum á Íslandi.
 
===Friðlýst svæði===
{{Aðalgrein|Listi yfir friðlýst svæði á Íslandi}}
Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins (2020) og skiptast í [[þjóðgarður|þjóðgarða]], [[friðland|friðlönd]], [[náttúruvætti]] og [[fólkvangur|fólkvanga]]. Þau spanna nærri 20.000 ferkílómetra eða um 20% af landinu. Stærst þessara svæða er [[Vatnajökulsþjóðgarður]] en hann er einn þriggja þjóðgarða landsins. Hugmyndir eru uppi að friða [[Miðhálendið]] en það yrði stærsti þjóðgarður Evrópu.
 
== Efnahagsmál ==