„Jamal Khashoggi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
Khashoggi gekk inn í sádi-arabísku ræðismannsbygginguna í Istanbúl þann 2. október árið 2018 en kom aldrei aftur út. Eftir að fréttir bárust um að hann hefði verið myrtur og skorinn í búta þar inni hófu tyrkneskir og sádi-arabískir embættismenn rannsókn á ræðismannsbyggingunni þann 15. október. Í fyrstu neituðu stjórnvöld Sáda því að Khashoggi hefði dáið inni í byggingunni og héldu því fram að hann hefði yfirgefið ræðismannsskrifstofuna á lífi. Þann 20. október viðurkenndu stjórnvöldin að Khashoggi hefði verið drepinn inni í byggingunni en héldu því fram að hann hefði verið kyrktur til bana eftir að slagsmál brutust út. Sádar breyttu framburði sínum aftur þann 25. október þegar ríkissaksóknari Sádi-Arabíu lýsti því yfir að morðið hefði verið skipulagt fyrirfram.<ref>{{Vefheimild|titill=Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði|url=http://www.visir.is/g/2018181029315|útgefandi=''[[Vísir]]''|ár=2018|mánuður=25. október|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=31. október}}</ref>
 
Þann 16. nóvember árið 2018 ályktaði [[bandaríska leyniþjónustan]] að krónprinsinn Múhameð bin Salman hefði fyrirskipað morðið á Khashoggi.<ref>{{Vefheimild|titill=CIA seg­ir krón­prins­inn hafa fyr­ir­skipað morðið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/17/cia_segir_kronprinsinn_hafa_fyrirskipad_mordid/|útgefandi=''[[mbl.is]]''|ár=2018|mánuður=17. nóvember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=17. nóvember}}</ref> [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti sagði leyniþjónustuna síðar hafa rangt fyrir sér og sagði að rannsóknin yrði að halda áfram. Þann 23. desember 2019 voru fimm menn dæmdir til dauða fyrir morðið á Khashoggi.<ref>{{Vefheimild|titill=Fimm dæmdir til dauða fyrir morð á blaðamanni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fimm-daemdir-til-dauda-fyrir-mord-bladamanni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=23. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. janúar}}</ref> [[Mannréttindavaktin]], [[Amnesty International]] og [[Blaðamenn án landamæra]] fordæmdu dóminn og sögðu réttarhöldin ekki hafa litið til hlutar krónprinsins eða annarra valdamanna Sádi-Arabíu í morðinu. Stjórnvöld Tyrklands tóku í sama streng og sögðu að skipuleggjendum morðsins hefði verið tryggð friðhelgi.<ref>{{Vefheimild|titill=Dómar í Khashoggi-máli fordæmdir|url=https://www.ruv.is/frett/domar-i-khashoggi-mali-fordaemdir|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2019|mánuður=24. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. janúar|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref>
 
==Tilvísanir==