„Plastbarkamálið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
bæti við tengli
 
Lína 1:
'''Plastbarkamálið''' er hneykslismál varðandi barkaígræðslur á [[Karólínska sjúkrahúsið|Karólínska sjúkrahúsinu]] í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] og víðar og vísindagreinar sem fjölluðu um aðgerðirnar. Þessar barkaígræðslur eru taldar hafa leitt til dauða sjúklinga. Einn af þeim sjúklingum sem lést var [[Andemariam Beyene]] frá Eretríu[[Eritrea|Eritreu]] en hann var búsettur á [[Ísland|Íslandi]] er hann greinist með alvarlegt krabbamein í [[barki|barka]] árið [[2009]]. Hann var fyrst í læknismeðferð á Íslandi en árið [[2011]] fór hann til [[Svíþjóð|Svíþjóðar]] þar sem græddur var í hann [[plastbarki]]. Þetta var fyrsta slíka aðgerðin í heiminum og hún var framkvæmd af [[Ítalía|ítalska]] lækninum [[Paolo Macchiarini]]. Íslenskur læknir tók þátt í aðgerðinni. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5373265 Framtíð stofnfrumulækninga færist nær], Morgunblaðið, 159. tölublað (09.07.2011), Bls. 20</ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6382967 Viljastyrkur sjúklinga skiptir máli], Dagblaðið Vísir - DV, 68. tölublað (15.06.2012), Bls 28<br /></ref><ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5770881 Einstök aðgerð bjargaði lífi], Fréttablaðið, 134. tölublað (09.06.2012)</ref>
 
Eftir aðgerðina birtust grein í læknaritinu Lancet þar sem því er haldið fram að aðgerðin hafi heppnast vel og allt bendi til að hún virki. Tveir íslenskir læknar voru meðhöfundar að þeirri grein. Eftir það framkvæmdi Macchiarini nokkrar barkaígræðsluaðgerðir. Margar aðgerðir heppnuðust ekki og sjúklingar létust, þar á meðal Andemariam Beyene.