„Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 24:
Efti átta ára hlé, það lengsta í sögu mótsins, var Suður-Ameríkukeppnin endurvakin árið 1975 undir nýju nafni: Copa América. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp, þar sem horfið var frá því að halda mótið í einu landi. Þess í stað var riðlakeppni þar sem liðin kepptu heima og heiman. Þá tóku við undanúrslit með tveimur viðureignum og það sama gilti í úrslitunum. Ef hvort liðið ynni sinn leikinn yrði oddaleikur á hlutlausum velli. Grípa þurfti til oddaleiks árin 1975 og 1979, þar sem Perú og Paragvæ hrepptu bæði sinn annan titil. Úrúgvæ varð loks meistari árið 1983 í tólfta sinn eftir tvo leiki gegn Brasilíu. Reynslan af þessum þremur keppnum þótti ekki góð og var því ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á ný frá og með árinu 1987, með einum gestgjafa og keppni á tveggja ára fresti.
 
== Fyrsta hringekjan, 1987-2007 ==
[[Mynd:Brazil_vs._Uruguay_Semifinals_Copa_América_2007_-_2.jpg|thumb|right|Venesúela hélt Copa América í fyrsta sinn árið 2007. Landið hefur minnstu fótboltahefðina í álfunni og aldrei komist á verðlaunapall.]]Knattpspyrnusamband Suður-Ameríku tók þá ákvörðun árið 1984 að eftirleiðis skyldi Copa América fara fram í einu landi og færast á milli aðildarlandanna tíu í stafrófsröð. Það kom því í hlut nýkrýndra [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1986|heimsmeistara Argentínumanna]] að halda keppnina árið 1987. Argentínumönnum mistókst að vinna á heimavelli og máttu sjá eftir sigrinum til granna sinna frá Úrúgvæ. Tveimur árum síðar urðu Brasilíumenn hins vegar ekki á nein mistök á heimavelli og unnu sinn fyrsta sigur í fjörutíu ár. Það ár var ekki um eiginlegan úrslitaleik að ræða heldur kepptu fjögur lið saman í úrslitariðli. Sama fyrirkomulag var viðhaft í Síle árið 1991, þar sem Argentína fór með sigur af hólmi eftir langa bið.
 
Aftur urðu Argentínumenn meistarar í Ekvador sumarið 1993. Þá var keppnisfyrirkomulaginu breytt enn á ný og liðum fjölgað. [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Mexíkó]] var boðin þátttaka sem gestaliðum og tóku fjórðungsúrslit við að riðlakeppni með þremur fjögurra liða riðlum. Úrúgvæjar urðu meistarar á heimavelli árið 1995 eftir sigur á Brasilíu í vítakeppni. Var það í fyrsta sinn sem grípa þurfti til þess ráðs í úrslitaleik í sögu keppninnar.
 
Brasilíumenn unnu sinn fimmta og sjötta titil árin 1997 og 1999. Í seinna skiptið var Japan á meðal þátttökulanda, fyrst liða utan Norður- og Suður-Ameríku. Yfirburðir Brasilíumanna voru miklir á þessum árum, en liðið vann aftur tvisvar í röð árin 20032004 og 2007. Í millitíðinni fögnuðu [[Kólumbía|Kólumbíumenn]] sínum fyrsta og eina meistaratitli á heimavelli árið 2001. Brasilía vann því alls fimm sinnum í þessari fyrstu tíu landa hringekju Copa América.
 
 
== Nútíminn, 2009- ==
Reglan um hvernig skipta skyldi gestgjafahlutverkinu reyndist ekki lifa langt inn í næsta hring. Argentínumenn héldu að sönnu keppnina 2011, þar sem Úrúgvæ stóð uppi sem sigurvegari. Fjögur ár voru liðin frá síðustu keppni og var ákveðið að miða eftirleiðis við það árabil. Brasilíumenn hefðu að öllu eðlilegu átt að halda keppnina 2015, en vegna [[Sumarólympíuleikarnir 2016|Ólympíuleikanna 2016]] varð úr að Brasilíumenn skiptu við Síle sem átti að hýsa mótið árið 2019. Síle varð í fyrsta sinn Suður-Ameríkumeistari á heimavelli eftir að hafa lagt Argentínumenn í vítaspyrnukeppni. Ekvador og Venesúela eru því einu föstu þátttökulöndin sem aldrei hafa orðið meistarar.
 
== Heimildir ==