„Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Saga ==
== UpphafstímabiliðUpphafsskeiðið, 1916-1929 ==
[[Mynd:Uruguay_1916.jpg|thumb|right|Sigurlið Úrúgvæ í fyrstu keppninni.]]Saga Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu er flókin og er um margt túlkunum háð. Sumar keppnirnar voru ekki taldar opinberar Suður-Ameríkukeppnir á sínum tíma en voru síðar skilgreindar sem fullgild mót. [[Argentína|Argentínumenn]] efndu til knattspyrnumóts árið 1910 til að fagna afmæli stórviðburða í sjálfstæðissögu sinni. Úrúgvæ og [[Síle]] mættu til leiks. Ekki er hefð fyrir að telja þetta mót til sögu Suður-Ameríkukeppninnar, en með því var fræjum hugmyndarinnar sáð.
 
Lína 17:
 
== Ringulreið, 1953-1967 ==
 
[[Mynd:Argentina_Copa_América_1957.jpg|thumb|left|„Carasucias“ eða „óhreinu andlitin“ var viðurnefni argentínska meistaraliðsins í keppninni 1957.]]Fjögur ár liðu frá keppninni í Brasilíu árið 1949 þar til þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 1953. Þá var keppt í Perú og tókst nýrri þjóð, Paragvæ, að fá nafn sitt á verðlaunagripinn. Paragvæ náði að bæta fyrir hrakfarirnar fjórum árum fyrr með því að sigra Brasilíu í úrslitaleiknum. Á þessum árum var að jafnaði keppt í einum riðli með einfaldri umferð, en gripið var til úrslitaleiks þegar tvö lið urðu jöfn efst að stigum. Raunar hafði Paragvæ endað eitt á toppnum en jafnteflisleikur liðsins gegn Perú var dæmdur þeim tapaður eftir að í ljós kom að Paragvæ hafði gert einni skiptingu of mikið.
 
Bólivía varð sjötta sigurlandið á heimavelli árið 1963. Ákvörðunin um að halda keppnina í þunna loftinu í [[La Paz]] olli því að Úrúgvæ kaus að sniðganga keppnina. Slíkar sniðgöngur voru sem fyrr daglegt brauð og mjög misjafnt var hversu alvarlega einstök lönd tóku mótið. Dæmi um það var árið 1959 þegar ákveðið var að halda tvær keppnir, aðra í Argentínu í mars en hina í [[Ekvador]] í desember. Sumar þjóðir ákváðu að taka bara þátt í annarri keppninni og Brasilía sendi héraðslið til keppni í Ekvador. Auk Paragvæ og Bólivíu skiptu Argentína og Úrúgvæ með sér öllum meistaratitlum tímabilsins, þremur áhvort hvoraum þjóðsig. Almennt séð galt Suður-Ameríkukeppni þessara ára fyrir vinsældir félagsliðakeppninnar [[Copa Libertadores]] sem hóf göngu sína 1959.
 
== Á faraldsfæti, 1975-1983 ==
Efti átta ára hlé, það lengsta í sögu mótsins, var Suður-Ameríkukeppnin endurvakin árið 1975 undir nýju nafni: Copa América. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp, þar sem horfið var frá því að halda mótið í einu landi. Þess í stað var riðlakeppni þar sem liðin kepptu heima og heiman. Þá tóku við undanúrslit með tveimur viðureignum og það sama gilti í úrslitunum. Ef hvort liðið ynni sinn leikinn yrði oddaleikur á hlutlausum velli. Grípa þurfti til oddaleiks árin 1975 og 1979, þar sem Perú og Paragvæ hrepptu bæði sinn annan titil. Úrúgvæ varð loks meistari árið 1983 í tólfta sinn eftir tvo leiki gegn Brasilíu. Reynslan af þessum þremur keppnum þótti ekki góð og var því ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á ný frá og með árinu 1987, með einum gestgjafa og keppni á tveggja ára fresti.
 
== Heimildir ==