Munur á milli breytinga „Tímabil sýnilegs lífs“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
[[Mynd:Trilobite_Heinrich_Harder.jpg|thumb|right|[[Þríbrotar]] urðu til snemma á Kambríumtímabilinu.]]
'''Tímabil sýnilegs lífs''' er núverandi aldabil í [[Jarðsögutímatal|jarðsögunni]]. Því er skipt í [[Öld (jarðfræði)|aldirnar]] [[fornlífsöld]], [[miðlífsöld]] og [[nýlífsöld]]. Það dregur nafn sitt af því að á þessu tímabili hefur verið til mikill fjöldi [[lífvera]]. Það nær frá því fyrir 541 milljón árum til okkar daga. Fyrsti hluti þessa tímabils er [[Kambríumtímabilið]] þegar ýmsar lífverur með harða skel komu fyrst fram á sjónarsviðið. Áður var talið að [[líf]] hefði hafist á Kambríumtímabilinu. Tímabilið frá myndun [[Jörðin|Jarðar]] til upphafs Kambríumtímabilsins var kallað [[Forkambríum]] sem nú skiptist í [[HadesöldHadesaröld]], [[Upphafsöld]] og [[Frumlífsöld]]. Nú er talið að líf hafi byrjað þegar á [[Upphafsöld]] fyrir 3,7 milljörðum ára.
 
Tímabil sýnilegs lífs einkennist af þróun fjölda fylkinga [[dýr]]a og [[jurt]]a og greiningu þeirra í ólíkar tegundir; þróun [[fiskur|fiska]], [[skordýr]]a og [[ferfætlingur|ferfætlinga]] og þróun nútíma[[dýralíf]]s. Landplöntur komu fram snemma á þessu tímabili. Á þessum tíma rak meginlöndin til þar til þau sameinuðust öll í eitt [[risameginland]], [[Pangea|Pangeu]], sem síðar brotnaði upp í núverandi [[heimsálfa|heimsálfur]].
44.609

breytingar