„Irène Joliot-Curie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
Undir lok fjórða áratugarins versnaði berklaveiki Joliot-Curie og því flutti hún á heilsuhæli í svissnesku [[Alpafjöll|Ölpunum]] til þess að bæta heilsu sína.<ref name="Gilmer12" /> Þrátt fyrir versnandi heilsu sína leiddi Joliot-Curie rannsóknir á [[úran]]i og eftir margar tilraunir birti hún niðurstöður þeirra þar sem hún greindi frá því að hún hefði uppgötvað nýja [[Geislasamsæta|geislasamsætu]] sem líktist [[lantan]]i.<ref name="Gilmer12" /> Þýski eðlisfræðingurinn [[Otto Hahn]] taldi að Joliot-Curie hefði skjátlast í niðurstöðum sínum og tilkynnti eiginmanni hennar þetta á meðan hann fór yfir greinagerð hennar.<ref name="Gilmer12" /> Þrátt fyrir aðfinnslur Hahns birti Joliot-Curie niðurstöður rannsóknarinnar óbreyttar eftir að hafa endurtekið tilraunina og fengið sömu niðurstöðu.<ref name="Gilmer12" /> Joliot-Curie gerði sér ekki grein fyrir því að hún hefði verið nærri því að uppgötva [[kjarnaklofnun]], og því varð það Otto Hahn sem gerði síðar þá uppgötvun eftir að hafa gert sömu tilraunir og hlaut fyrir þær Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1944.<ref name="Gilmer12-13">{{Harvnb|Gilmer|p=12-13}}</ref>
 
Árið 1943 varð Fréderic meðlimur í [[Franska vísindaakademían|frönsku vísindaakademíunni]]. Irène sóttist eftir því að hljóta einnig aðild að akademíunni en var hafnað.<ref name="Gilmer14" /> Árið 1946 varð Joliot-Curie framkvæmdastjóri Radíumstofnunarinnar (franska: Institut du Radium) sem móðir hennar hafði stofnað.
 
Líkt og móðir sín lést Irène Joliot-Curie úr [[hvítblæði]] sem talið er að hún hafi sýkst af vegna tilrauna sinna með geislavirk efni.