„St. Gallen (kantóna)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
== Söguágrip ==
St. Gallen er einstök kantóna að því leyti að svæðið var soðið saman af ólíkum héruðum, ólíkt því sem gerðist hjá flestum öðrum kantónum. Þegar sýnt þótti að [[Frakkland|Frakkar]] höfðu æ meiri áhrif á Sviss, lýstu nokkur héruð yfir sjálfstæði sínu, hvert um sig. Stærst þessara héraða var klausturríkið St. Gallen, sem hafði haft víðtæk yfirráð fyrir sunnan Bodenvatn í margar aldir. En [[1798]] hertók Napoleon Sviss og leysti þessi smáu ríki upp. Þau urðu að tveimur nýjum kantónum, ásamt hálfkantónunum Appenzell og Glarus, sem fengu heitin '''Säntis''' og '''Linth'''. Þessar tvær kantónur urðu skammlífar, því [[1803]] ásetti Napoleon sér að skeyta þessum kantónum í eina stóra kantónu. Svisslendingar fengu þó framgengt að tvíhéruðin Appenzell og Glarus fengu kantónustatus á ný, en afgangur svæðisins var settur saman í eina stóra kantónu, sem fékk heitið St. Gallen. Klaustrið St. Gallen missti við það öll yfirráð sín. Eftir fyrri ósigur Napoleons [[1814]] lá við að hin nýja kantóna leystist í sundur, enda mynduðust eigin sjálfstæðishreyfingar í hverju héraði. Þessu tókst þó að afstýra, en enn sem komið er er kantónan sundurslitin og án meginkjarna. Eftir júlíbyltinguna í Frakklandi [[1830]] fór óánægju- og uppreisnaralda yfir kantónuna, sem endaði með því að kantónan fékk nýja [[stjórnarskrá]], sem íbúarnir samþykktu í [[mars]] [[1831]]. Þrátt fyrir aukið lýðræði, áttu íbúar í erfiðleikum með að mynda eina heild, enda var spenna milli héraða, en einnig milli trúarbragða. Flestir eru [[Kaþólska kirkjan|kaþólskir]], en stór minnihlutahópur eru mótmælendur. Það var ekki fyrr en með nýrri stjórnarskrá [[1861]] sem alvöru friður komst á innan kantónunnar, en hún kallast gjarnan friðarstjórnarskráin (''Friedensverfassung'').
Sviss var hlutlaust ríki í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. Við lok hennar [[1918]] sótti vestasta hérað Austurríkis, [[Vorarlberg]], um inngöngu í Svissneska sambandið. Vorarlberg liggur við St. Gallen og skilur Rínarfljótið á milli. Kantónan St. Gallen studdi þessa umsókn mjög, en sigurvegarar styrjaldarinnar ákváðu [[1919]] að leyfa ekki þessa tilflutninga, enda hafði Sviss verið hlutlaust ríki og átti ekki að hljóta meira land. St. Gallen varð því áfram norðaustasta kantóna Sviss. Millistríðsárin voru einkennandi fyrir [[Kreppan mikla|kreppuna miklu]]. Til marks um hana má nefna að 55 þús manns urðu atvinnulausir í vefnaðariðnaðinum í og í kringum borgina St. Gallen. Sviss var einnig hlutlaust í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]], en margir flóttamenn lögðu leið sína til kantónunnar St. Gallen. Einnig eftir stríð, en þúsundir [[Ungverjaland|Ungverja]] flúðu þangað eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|misheppnaða byltingu]] þar [[1956]] og sömuleiðis [[Tékkland|Tékkar]] eftir [[vorið í Prag]] [[1968]]. Flóttamenn voru velkomnir í fyrstu, enda næga vinnu að fá. En á níunda áratugnum snerist almenningsálitið gegn þeim. [[:2001]] fékk kantónan nýja stjórnarskrá og [[2003]] var kantónunni skipt í átta kjördæmi.
 
== Borgir ==