„Sæmundur fróði Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekki tveir Loðmundar, tók annan út
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Sæmundur settist að í Odda eftir heimkomuna, vígðist til prests og lét reisa kirkju helgaða heilögum Nikulási. Hann hélt skóla í Odda og var talinn einn lærðasti maður síns tíma. Hann skrifaði um söguleg efni, svo sem [[Listi yfir Noregskonunga|Noregskonunga]]. Rit hans eru öll glötuð en líklega voru þau rituð á [[Latína|latínu]]. Þá var hann einnig einn ritbeiðenda að [[Íslendingabók Ara fróða|Íslendingabók]] [[Ari fróði|Ara fróða]] og Ari bar bókina undir hann þegar hann var búinn að skrifa hana. [[Oddur Snorrason]] munkur vitnar einnig til rita Sæmundar í [[Ólafs saga Tryggvasonar|Ólafs sögu Tryggvasonar]] og einnig er vitnað í hann í [[Landnámabók]].
 
Hann stóð að lögtöku [[tíund]]ar á ÍslandÍslandi á árunum 1096 til 1097 ásamt [[Gissur Ísleifsson|Gissuri Ísleifssyni]] biskupi og [[Markús Skeggjason|Markúsi Skeggjasyni]] lögsögumanni og að hans ráði settu biskuparnir [[Þorlákur Runólfsson]] og [[Ketill Þorsteinsson]] kristnirétt hinn eldri 1123.
 
Vegna lærdóms Sæmundar hefur það orð snemma farið af honum að hann væri [[galdrar|fjölkunnugur]] og hafa orðið til ýmsar þjóðsögur um galdrakunnáttu hans og viðskipti við [[Kölski|Kölska]]. Frægust þeirra er sagan af því þegar Sæmundur kom heim úr [[Svartiskóli|Svartaskóla]] og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í selslíki.