„Sæmundur fróði Sigfússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Óli Gneisti (spjall | framlög)
Tók út setningu var hálfkláruð "Þá sögu má finna hjá Willi..."
Ekki tveir Loðmundar, tók annan út
Lína 1:
'''Sæmundur fróði Sigfússon''' ([[1056]] – [[22. maí]] [[1133]]) var [[goðorðsmaður]] og [[prestur]] í [[Oddi (Rangárvöllum)|Odda]] á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]]. Hann er hvað frægastur meðal almennings fyrir að hafa verið í [[Svartiskóli|Svartaskóla]] og fyrir að hafa klekkt á skrattanum oftar en einu sinni, og á t.d. samkvæmt þjóðsögum að hafa komið ríðandi frá meginlandi Evrópu á baki kölska sem var þá í selslíki.
 
Faðir Sæmundar var Sigfús Loðmundarson prestur í Odda, LoðmundssonarLoðmundarson, Svartssonar, Úlfssonar aurgoða. Úlfur var sonur [[Jörundur Hrafnsson|Jörundar Hrafnssonar]] landnámsmanns á Svertingsstöðum, sonar [[Hrafn heimski Valgarðsson|Hrafns heimska Valgarðssonar]]. Móðir Sæmundar var Þórey dóttir Eyjólfs halta, sonar [[Guðmundur Eyjólfsson ríki|Guðmundar ríka Eyjólfssonar]].
 
Oft er sagt að Sæmundur hafi verið fyrstur Íslendinga til að stunda nám í [[Frakkland]]i en þess ber að geta að á þessum tíma var landsvæðið sunnan við [[Saxland]] og austan við [[Rín]] oft kallað Franconia og má vera að hann hafi lært þar. Enginn eiginlegur háskóli var þó til í Evrópu á þessum tíma svo að Sæmundur hefur líklega stundað nám við klausturskóla eða á einhverju biskups- eða fræðasetri. Svo mikið er víst að hann fór ungur utan til náms og var þar lengi. Hann kom líklega heim einhverntíma á árunum [[1076]]-[[1078]].