„Hinrik 4. keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 1:
[[Mynd: Hugo-v-cluny heinrich-iv mathilde-v-tuszien cod-vat-lat-4922 1115ad.jpg|thumb|Hinrik (krjúpandi) ræðir við Matthildi frá Toscana og Húgó ábóta frá klaustrinu Cluny]]
'''Hinrik IV''' ([[11. nóvember]] [[1050]] í [[Goslar]] – [[7. ágúst]] 1106 í [[Liége]]) var konungur og [[keisari]] [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]] af Salier-ættinni. Hann þótti einn umdeildasti keisari miðalda og ríkti í hartnær hálfa öld, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi síns tíma. Hinrik er sennilega þekktastur fyrir deilur sínar við [[Gregoríus 7.|Gregoríus VII]] páfa og iðrunarferð sína til Canonssa.
 
Lína 5:
 
=== Ungur konungur ===
[[Mynd: Goslar kaiserpfalz.jpg|thumb|Keisarahöllin í Goslar, fæðingarstaður Hinriks.]]
Hinrik fæddist í keisarahöllinni í Goslar árið 1050. Foreldrar hans voru hinn aldni keisari [[Hinrik III (HRR)|Hinrik III]] og eiginkona hans Agnes frá Poitou. Þegar Hinrik var aðeins þriggja ára, lét faðir hans kjörfurstana velja hann til meðkonungs sem ætti svo að taka við af sér. Ári síðar var hann svo krýndur til konungs í keisaraborginni [[Aachen]], þá aðeins fjögurra ára gamall. [[1056]] lést svo hinn aldni Hinrik III í viðurvist [[Viktor 2. (páfi)|Viktors II]] páfa. Páfi og kjörfurstarnir fóru þá með hinn 6 ára gamla Hinrik til Aachen, þar sem hann var formlega krýndur. En sökum ungs aldurs tók móðir hans, Agnes, við stjórnartaumunum. Sökum óánægju með stjórn hennar tóku sig nokkrir ríkisfurstar saman og gerðu uppreisn [[1062]] undir forystu Annos erkibiskup í [[Köln]], sem var einn kjörfurstanna. Hann rændi Hinrik og setti hann í stofufangelsi hjá sér. Þannig náði Anno völdum í ríkinu og stjórnaði að eigin geðþótta, í nafni konungs. Þetta fyrirkomulag hélst í heilt ár, en þá var Hinrik látinn laus. Hann varð myndugur [[1065]].
 
Lína 22:
 
=== Ítalíuferðir ===
[[Mynd: Clement III - Antipope.jpg|thumb|Hinrik IV og Klemens III páfi sitja saman]]
Árið [[1080]] bannfærði Gregor páfi Hinrik á nýjan leik. Að þessu sinni brást Hinrki allt öðruvísi við en síðast. Hann hélt kirkjuþing í [[Bressanone]] ([[þýska]]: Brixen) í [[Tírol]] ásamt meirihluta biskupa frá þýska ríkinu og [[Langbarðaland]]i. Þar var erkibiskupinn Wibert frá [[Ravenna]] kjörinn sem gagnpáfi og tók hann sér nafnið Klemens III. Eftir að hafa barið á Rúdolf gagnkonungi, fór Hinrik til Rómar þar sem hann sat í heil þrjú ár um borgina. Á milli neyddist hann til að hörfa til Norður-Ítalíu af ýmsum ástæðum. En Róm féll loks [[31. mars]] [[1084]]. Klemens III komst því formlega til valda og krýndi Hinrik og eiginkonu hans, Bertu, til keisara og keisaraynju. Á meðan hafði Gregoríus VIII lokað sig af í virkinu [[Englaborg]] (''Castel Angelo'') í Róm og beið eftir liðsauka frá [[Normannar|normönnum]] og [[Márar|márum]]. Þegar þeir komu, yfirgaf Hinrik Róm og hélt heim. Normannar og márar frelsuðu að vísu Gregor, en þeir rændu og rupluðu borgina og kveiktu í henni. Gregor yfirgaf því borgina einnig og lést í [[Salerno]] ári síðar. [[1090]] fór Hinrik aftur til Ítalíu til að berjast gegn bandalagi sem myndast hafði við nýjan páfa (eftirmanns Gregors), sem kallaði sig [[Úrbanus 2.|Úrbanus II]]. Nýi páfinn bannfærði Hinrik, í þriðja sinn. Um páskaleytið [[1091]] var Hinrik búinn að hertaka borgina [[Mantua]]. En þá yfirgaf stríðslukkan hann. Óvinir hans lokuðu Alpaskörðunum og króuðu keisarann þannig af á Norður-Ítalíu í þrjú ár. Þetta reyndist erfiður tími fyrir hann, enda yfirgaf sonur hans, Konráður, hann, þrátt fyrir að hafa verkið krýndur sem meðkonungur. Hinrik komst ekki til baka í ríki sitt fyrr en [[1097]].
 
=== Fall Hinriks ===
[[Mynd: Herrschaftsübergabe von Heirich IV. an Heinrich V.jpg|thumb|Hinrik IV gerir son sinn, Hinrik, að meðkonungi sínum]]
Það var ekki margt sem Hinrik afrekaði eftir þetta. Hann setti Konráð son sinn af og lét krýna yngri son sinn, Hinrik, sem meðkonung. Árið [[1100]] lést Klemens páfi. Samfara því hafði [[Paskalis 2.|Paskalis II]] verið gagnpáfi og bannfærði hann Hinrik enn á ný [[1102]], í fjórða sinn. Við þetta ráðgerði Hinrik að fara í pílagrímsferð til [[Landið helga|landsins helga]] og losa sig þannig af bannfæringunni. En uppreisn Hinriks, sonar hans, gerði þessi áform að engu. Hinn ungi Hinrik snerist á sveif með óvinum föður síns og gekk til liðs við Paskalis páfa vegna þess að hann óttaðist að verða ekki viðurkenndur konungur eftir daga föður síns. Síðla árið [[1105]] lét hinn ungi Hinrik loka föður sinn inni í virkinu Böckelheim og neyddi hann til að segja af sér. Sjálfur tók hann ríkisdjásnin og tók við konungdómi af föður sínum sem [[Hinrik V (HRR)|Hinrik V]]. Kjörfurstarnir létu sér þetta vel líka. Hinum aldna Hinrik tókst að flýja stuttu seinna og safna liði. Á tímabili lá við borgarastyrjöld. Á [[Hvítasunnudagur|hvítasunnu]] var hinn aldni konungur í Liége. Þar veiktist hann hastarlega og lést eftir nokkurra mánaða legu árið 1107. Hann var hvílir í dómkirkjunni í [[Speyer]].