„Helmut Schmidt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Holder (spjall | framlög)
m corr using AWB
Lína 32:
 
=== Ráðherra ===
[[Mynd: Bundesarchiv B 145 Bild-F039404-0012, Hannover, SPD-Bundesparteitag, Schmidt, Brandt.jpg|thumb|Willy Brandt og Helmut Schmidt á flokksþingi SPD 1973]]
Eftir kosningasigur SPD 1969 varð [[Willy Brandt]] kanslari Vestur-Þýskalands. Helmut Schmidt varð þá að varnarmálaráðherra. Í hans tíð stytti hann herskylduna úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Auk þess stofnaði hann herháskóla í Hamborg og í [[München]]. [[1972]] tók hann við embætti fjármálaráðherra og gegndi því til [[1974]].
 
=== Kanslari ===
[[Mynd: Bundesarchiv Bild 183-Z1212-049, Döllnsee, Erich Honecker und Helmut Schmidt.jpg|thumb|Helmut Schmidt og [[Erich Honecker]] leiðtogi Austur-Þýskalands á fundi 1981]]
1974 sagði Willy Brandt af sér sem kanslari. Þingið kaus þá Helmut Schmidt nýjan kanslara þ. [[16. maí]] sama ár. Hann varð því fimmti kanslari Vestur-Þýskalands. Fyrsta erfiða málið sem hann þurfti að glíma við var olíukrísan. Í Evrópumálum átti starfaði hann náið saman með [[Frakkland]]sforseta [[Valéry Giscard d'Estaing]], en þeir áttu mikinn þátt í stofnun evrópska myntbandalagsins. Árangurinn af því var seinna meir [[Evra]]n. Schmidt og Giscard d’Estaing áttu einnig mestan heiður af stofnun [[G7]]-hópsins, þ.e. samstarf sjö helstu iðnríkja heims. Schmidt var einn ötullasti vestræni leiðtoginn sem benti á mögulega hættu í [[Evrópa|Evrópu]] af vopnatilburðum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Því samþykkti hann að leyfa [[Bandaríkin|Bandaríkjamönnum]] að staðsetja meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Sú ákvörðun var mjög umdeild, einnig innan eigin flokks. Að lokum varð þetta mál til þess að SPD klofnaði og stofnuðu þeir sem frá hurfu [[Græningjar|græningjaflokkinn]] í Þýskalandi. Samþykki um að fjarlægja allar meðaldrægar eldflaugar var ekki undirritað fyrr en í [[Reykjavík]] [[1987]]. En einnig í efnahagsmálum kom Schmidt sér í vandræði. Síðsumars [[1982]] sögðu allir ráðherrar samstarfsflokksins í ríkisstjórn, flokks frjálslyndra demókrata [[FDP]], af sér og var Schmidt þá allt í einu kanslari í minnihlutastjórn. Hann tók því að sér utanríkisráðuneytið samfara kanslaraembættinu. En allt kom fyrir ekki. [[1. október]] 1982 var vantrauststillaga á hendur honum samþykkt í þinginu og þar með lauk kanslaraferli Helmut Schmidts. Nýr kanslari varð [[Helmut Kohl]]. Schmidt varð síðan einn útgefanda tímaritsins ''Die Zeit''.
 
Lína 43:
 
== Eitt og annað ==
[[Mynd: Bundesarchiv B 145 Bild-F051012-0010, Bonn, Empfang Staatspräsident von Frankreich.jpg|thumb|Schmidt og Giscard d’Estaing Frakklandsforseti voru góðir vinir]]
* Helmut Schmidt var stórreykingamaður og alræmdur sem slíkur. Honum leyfðist þó alltaf að reykja á opinberum stöðum, jafnvel þar sem reykingabann er í gildi. Meira að setja í sjónvarpi og viðtölum var hann þekktur fyrir að kveikja í sígarettu og reykja. Eingöngu í þingsal þýska þingsins (''Bundestag'') hélt hann aftur af sér og notaði neftóbak í staðinn. Skoðun hans á almennu reykingabanni á opinberum stöðum var sú að þetta væri aðeins tímabundin loftbóla (''vorübergehende gesellschaftliche Erscheinung'').
* Helmuth Schmidt var góðvinur [[Valéry Giscard d'Estaing|Valérys Giscard d’Estaing]] og [[Henry Kissinger|Henrys Kissingers]]. Kissinger sagði eitt sinn að hann vonaðist til að deyja á undan Schmidt, því hann gæti ekki hugsað sér að lifa í heimi án hans.